Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Page 12

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Page 12
Múlaþing Helgi Halldórsson á Stuðlum. Eigandi myndar Guðmundur Sveinsson. skurði árið 1836 og eftir það í einkaeign. Síðustu ábúendur voru bræðurnir Vilhjálm- ur og Helgi Halldórssynir sem þar bjuggu í 27 ár. Var gestrisni þeirra bræðra viðbrugð- ið en um hlað á Stuðlum lá kaupstaðarleið Sandvíkinga sem fóru sjóleiðina yfir á Nes og sömuleiðis leiðin frá Viðfirði út á Barðs- nesbæi. Barðsnesgerðis, sem jaíhan gekk undir nafninu Gerði, er fyrst getið í jarðabók ffá 1847 og er þá hjáleiga ffá Barðsnesi. Þar vom síðustu ábúendur hjónin Þómnn Halldórsdóttir og Guðmundur Halldórsson sem þar bjuggu í 37 ár. Barðsnesgerðisstekkur var hálflenda frá Barðsnesgerði en þó í einkaeign. I munni manna gekk býlið oftast undir nafninu Gerðisstekkur. Það var í byggð á árunum frá 1889 til 1952 og voru síðustu ábúendur Ingvar Sigurður, sonur Guðmundar og Þór- unnar í Gerði, og kona hans Margrét Vil- hjálmsdóttir. Árið 1923 hófu búskap á Barðsnesi hjónin Sveinn Ámason og Sigríður Þórðar- dóttir. Sagt er að þau hafi valið að setjast að á Barðsnesi eftir að þau höfðu siglt hringinn í kringum landið í þeim erindum að huga að stað til framtíðarbúsetu. Sveinn andaðist árið 1948 og hélt Sig- ríður áffam búskap ásamt bömum sínum til ársins 1955 en þá lauk búsetu á Suður- bæjum sem fyrr segir. Á Suðurbæjum var sjósókn drjúgur þáttur í afkomu heimilanna, stutt var að sækja á miðin en lendingar em fremur slæmar og brimasamt verður í norðaustan átt sem oft er ríkjandi á vetrum. Uppsátur og lending fyrir Barðsnes var í Barðsnesbás, neðan við Barðsnesbæinn, en hafnaraðstaða Gerðisstekks og Gerðis í vík á milli bæjanna sem heitir Lendingarvík. Þegar gluggað er í fomleifaskrá Norð- fjarðar kemur í ljós að minjar um sjósókn og tóttir af sjóhúsum em á öllum bæjum. Mest var þó umleikis á Barðsnesi en þaðan réru oft aðkomumenn. I litlu kveri, sem nefnist Frá œskuslóð- um eftir Martein Magnússon, segir frá þremur ungum Skaftfellingum sem réðu sig í skipsrúm hjá Ármanni Hermannssyni bónda á Barðsnesi árið 1883. Vel aflaðist og var hýran efitir sumarið tvö hundmð gullkrónur á nef. Einn þessara pilta hét Jón Stefánsson og var frá Efri-Ey í Meðallandi. Þótti honum afkoman hér eystra svo góð að hann flutti á næsta ári búferlum að Mið- Sandvík í Sandvík ásamt foreldmm sínum. Búferlaflutningur Jóns og ljölskyldu hans voru ekkert einsdæmi því á þessum ámm flutti mikill fjöldi Skaftfellinga til Aust- fjarða í atvinnuleit. Dreifðust þeir víða um byggðir og urðu kynsælir. Flestir settust þó að við sjávarsíðuna. Upp úr 1890 hófu Austfirðingar að verka saltfisk til útflutnings. Færðist þá mikið líf í sjávarútveg. Veiðamar vom 10
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.