Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Page 21
í landnámi Freysteins fagra II
Bærinn Partur í Sandvík. Nóvember 1961. Eigandi myndar Guðmundur Sveinsson.
Erfítt er að gera sér í hugarlund við-
brigði fólksins að flytja úr víðsýninu í Með-
allandi í þessa þröngu afskekktu vík. Ein-
angrunin var kannski, þegar allt kom til alls,
svipuð. I staðinn fyrir jökulvötn og úfín
hraun komu hrikaleg fjöll, aðeins súgur
brimsins við ströndina var hinn sami.
Þegar manntalið er tekið árið 1901 búa
54 manneskjur í Sandvík og hafa líklega
aldrei orðið fleiri með fasta búsetu. Verður
að telja merkilegt hvað þessi litla ein-
angraða vík gat fætt marga munna. Vissu-
lega var þar mörg matarholan, bæði í sjó og
á landi, en björgina varð að sækja í baráttu
við óblíð náttúruöfl.
I þúsund ár urðu litlar breytingar á at-
vinnuháttum landsmanna til lands og sjávar
og nútíminn kom aldrei til Sandvíkur nema
að litlu leyti. Þangað var aldrei lagður sími
en hægt var að hlusta á útvarp og síðustu
árin voru reistar þar vindrafstöðvar sem
framleiddu rafmagn til ljósa.
í Sandvík var stunduð sjósókn samhliða
sauðfjárbúskap, kýr voru aðeins til heimilis-
þarfa og fáeinir hestar hafðir til flutninga.
Frásögn Sveinbjörns Guðmundssonar
Sveinbjörn Guðmundsson er fæddur í
Mið-Sandvík árið 1926, sonur hjónanna
Sesselju Sveinsdóttur og Guðmundar
Grímssonar. Hann missti móður sína ungur
og ólst upp í Parti hjá Jóhannesi Árnasyni
og dóttur hans Margréti. I 16. hefti Múla-
þings, byggðasögurits Austfírðinga, lýsir
Sveinbjörn búskaparháttum í Sandvík í
viðtali við Ingu Rósu Þórðardóttur:
Það var heldur gott til fjárbúskapar í
Sandvík, góð beit bæði sumar og vetur, ekki
mjög snjóþungt og fjörubeit talsverð að
vetrinum. Það var reynt að nota beitina sem
best því heyja var aflað með gamla laginu,
orfí, hrífu, heyið bundið í reipi og flutt á
hestum í garð.
Það var heyjað á engjum og stundum
19