Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Síða 27
Sigurður Ó. Pálsson
Umkvörtunarbréf séra
Finns á Klyppsstað
Hinn 3ja í jólum 1883 mundar prest-
urinn á Klyppsstað í Loðmundar-
firði stílvopn sitt og ritar bréf; telur
sig hafa ástæðu til skriftanna og hana ekki
litla. Bréfi sínu kemur hann á næsta austan-
póst sem fer norður á Fjöll til móts við
norðanpóst. Á ákvörðunarstað er bréf þetta
prentað í 1 .-2. tölublaði Norðanfara á Akur-
eyri 1884 og fer það hér á eftir:
„Er það rjettlátt, að svipta burtu gömlum
hlynnindum án þess að færa ástæður fyrir
því?
Árið 1845 útskrifaðist jeg úr Bessastaða
skóla; svo gekk jeg að allri venjulegri land-
og sjóvinnu nær fellt sumar og vetur. Þar til
árið 1857, þá hreppti jeg Þönglabakkabrauð
og þjónaði því 5 ára tíma. Þarnæst árið
1862 ijekk ég Desjarmýrarbrauð og fluttist
þangað s. á., var jeg þá 44 ára. Ár 1869
hreppti sál. sjera Jón Jónsson, Austljörð,
sem lengi þjónaði Klyppstaðarbrauði,
Kirkjubæjarbrauó í Hróarstungu og flutti
þangað sama vor, en fyrir beiðni mína var
mjer veitt Klyppstaðarbrauð' s. á. að áliðnu
sumri og vegna þess gat jeg ekki flutt bú
mitt að Klyppstað fyrr en á næstkomandi
Séra Firtnur Jónsson.
Ljósmyndasafn Austurlands 98-40-245.
vori 1870, og þar eð enginn prestur Ijekkst
til að þjóna Desjarmýrarprestakalli, var
mjer falið á hendur að þjóna því ásamt
Klyppstaðar prestakalli þar til prestur
fengist þangað. Á áliðnu ári 1873 kom sjera
Stefán Pjetursson til Desjarmýrar presta-
kalls, var þá minni þjónustu lokið þar, er jeg
lengi eptir þráði, því þessi nærfelt 5 ára
þjónusta beggja prestakallanna gekk mjög
nærri mjer 55 ára gömlum eptir að hafa
legið um æfína 3 stórlegur og margar
smærri, einkum þar jeg þurfti á embættis-
ferðum mínum að sækja yfir íjöll þau sem
nú skal telja: Skækjuskarð, Húsavíkurholt,
Álptavíkurljall, Húsavíkurheiði, Húsavík-
ureyjar og skriður, Víknaheiði, Gagnheiði,
Kjólsvíkurfjall, Gletting, Brúnavíkurskarð
(ásamt Gíslaskarði) og Njarðvíkurskriður,
það eru alls 11 fjallvegir, og þótt fáir langir,
samt mjög erviðir einkum á vetrum og
hættulegir sökum snjóflóða í þvílíkum
snjóa og illviðra stöðum sem hjer eru.
Klyppstaðabrauði höfðu lengi verið veittir í
uppbótárlega 12 rd. c: 24. kr. Árin 1878-79
var uppbótin aukin til 50 kr. hvert ár.
Þvínæst sókti jeg um að fá meiri uppbót og
öðlaðist árið 1880 alls 100 kr. vonandi í
saklausri einfeldni að framhald yrði af
1
Var mjer þá strax falin þjónusta í báðum brauðunum.
25