Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Side 28
Múlaþing
Klyppsstaður í ágúst 1983. Ljósm. SGÞ.
þessu, og þess vegna sendi jeg árið 1881
herra Sigurði Sigurðssyni kennara við skól-
ann í Rvík, fjárhaldsmanni Jóns sonar míns,
ótakmarkaða fullmakt mína til að heíja hjá
landfógetanum þessar 100 kr. en hjer stakk
skjótlega í stúf á þessu fymefnda ári 1881.
Því í marzm. 1882 skrifaði herra Sigurður
mjer að peningar þessir væm ófáanlegir og
gátu þessar 100 kr. eigi komið mjer til nota
uppí skóla með gjöf Jóns sonar míns, er þær
vora þó ætlaðar til, en lakast þótti mjer að
prófastur ljet mig ekki vita þetta.
Hvað sem nú þessu líður og hvernig sem
því er varið, þykir mjer undarlegast að hinni
gömlu 12 rd. uppbót skyldi vera burtu kippt
svona útí bláin, og hvað áhrærir hina auknu
uppbót, þá veit jeg ekki betur, en flest ef
ekki öll hin fátækari brauð landsins og það
mjög mikið tekju meiri en Klyppstaðar-
brauð hafi uppbót fengið svo fleiri hundr-
uðum króna skiptir. Það virðist því lítill
kristilegur kærleiki í því fólginn, að svipta
gamlan og heilsulasinn prest þeim hlynn-
indum sem aðrir stjettarbræður og fyrir-
rennarar hans hafa notið. Þann prest, sem
með veikum mætti hefir gegnt þjónustu á
fleiri mjög fátækum brauðum, svipta hann
þeim á þeim tíma, sem uppbótar veitingar
eru orðnar svo almennar um landið, og eptir
það hann hafði í fleiri ár þjónað tveimur
mjög erfiðum útkjálkabrauðum til samans,
þá og þegar alveg þrotinn að heilsu og
kröptum.
Þessum línum bið jeg hinn heiðraða
ritstjóra Norðanfara að ljá rúm í blaði sínu.
Klyppstað 27 desember 1883.
Finnur Þorsteinsson“
Hér er feitletri ekki sóað í fyrirsögn.
Aðeins lítið bandstrik í línubili skilur milli
bréfs prests og alls óskylds málefnis. Sjálft
talar bréfið sínu máli en lítillega skal hér
vikið að ýmsu því er í hugann kemur við