Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Page 33
Leiðréttingar við greinina
„Búskapur í Fljótsdal á 19. öld“
í 29. hefti Múlaþings
Nokkrar missagnir og villur hafa
slæðst inn í greinina, vegna þess að ég
sá hvorki umbrotspróförk hennar né
myndir sem í hana voru valdar.
Höfundur greinarinnar er Baldivin
Benediktsson, eins og fram kemur í
undirtitli, en ekki Jón Pálsson.
I formálanum bls. 24 kemur fram
misvísandi umsögn um stafsetningu.
Hið rétta er að stafsetningin er stafrétt,
með fáeinum undantekningum, eins
og segir síðast í formálanum. Neðan-
máls á sömu síðu er getið um „eftir-
mála“, en á að vera formáli.
Myndaskýringar eru ófullkomnar:
Við skýringu myndar á bls. 25 vantar
föðumöfn Sigurbjargar Halladóttur og
Hallgríms Stefánssonar. Myndin á bls.
26 [hér til hliðar] virðist vera tekin við
bæinn á Egilsstöðum, en er spegluð
(hægri-vinstri), sbr. aðrar ljósmyndir
og teikningar Vigfúsar af heimabæ
sínum. A myndina á bls. 30 vantar
nafn Metúsalems J. Kjerúlf, sem er
lengst til hægri á myndinni.
Skógarbali er nú í landi Vallholts. A
bls. 33 er önnur mynd af Skógarbala,
mikið yngri, en þar stendur bara
„Eikumar í Fljótsdal" til skýringar.
Stór birkitré voru stundum nefnd
„eikur“ á Héraði. Myndin á bls. 34 er
tekin á Glúmsstöðum, og sér í
Hólsbjarg handan Jökulsár. Reið-
maðurinn er líklega Sveinn Jónsson
bóndi þar 1910-30, síðar í Brekku-
gerði.
Myndir Vigfúsar úr Fljótsdal eru
flestar teknar á áranum 1910-20, og
hefði mátt geta þess. Myndin frá
Fljótsdalsrétt kann þó að vera yngri.
Hér að ofan er mynd Vigfúsar (Ljósmyndasafn Austurlands
92-70-3153) af ullarrúningi á Egilsstöðum i Fljótsdal.
Myndirnar eru líklega teknar samdœgurs. Ljóst er að
Helgi hefur réttjyrir sér (ritstj.).
Helgi Hallgrímsson.
31