Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Side 35
Helgi Hallgrímsson
Tröllkonustígur og
Skessugarður
Svo herma fom munnmæli, að eitt sinn
hafi skessur tvær búið á heiðunum sitt
hvoru megin við Jökuldal, sem Jökul-
dælir kölluðu Norðurheiði og Austurheiði í
daglegu tali, en nú heita Jökuldalsheiði og
Fljótsdalsheiði. Skessumar lifðu á lands-
nytjum heiðanna, aðallega á silungi og
fjallagrösum, sem þá var gnótt af á báðum
heiðum. Samt áttu þær í illdeilum sem trölla
er siður. Var hvorug þeirra ánægð með sitt
hlutskipti. Lögðu þær það í vana sinn að
ganga yfir Jöklu á steinboganum hjá Brú og
stela hvor frá annarri.
Eitt sinn hittust þær við brúna, og slóst
þegar i heitingar og álög milli þeirra. Norð-
anskessan mælti þá: „Það legg ég á og mæli
um að allur silungur hverfí úr Austurheiðar-
vötnum í Norðurheiðarvötn, og sérðu þá
hvern ábata þú hefír.“ Austanskessan greip
þegar orðið og mælti: „En veiðist treglega
og komi jafnan upp á sporðinum, og það
tegg ég ennfremur á, að öll ijallagrös hverfi
úr Norðurheiði í Austurheiði, og mun þetta
þá jafna sig.“ Sá þá Norðanskessan sitt
I- mynd. Flngmynd af Valþjófsstaðafjalli í Fljóts-
dal. Berggangurinn Tröllkonustígur kemur vel
fram á myndinni. Efst í Jjallinu hliðrast hann til
norðausturs. Skriðuklaustur er lengst til hœgri
undir fjallinu, sem þar kallast Klausturhœð.
Ljósm. Skarphéðinn G. Þórisson.
Sigfús Sigfússon: íslenskar þjóðsögur og sagnir, 2. útg. 3. bindi,
óvænna og sagði „Haldist þá hvorugt“, en
Austanskessan ítrekaði: „Jú, haldist nú
hvoru tveggja“. Reiddist Norðanskessan þá
og spymti fæti við steinboganum, svo hann
féll. Er bæjamafnið Brú nú eitt til vitnis um
hann.
Hefur svo þótt vera jafnan síðan, að
nægur er silungur í Norðurheiði, en veiði-
tregur og „kemur jafnan öfugur upp“, en
íjallagrös sjást þar varla. I Austurheiði
skorti eigi íjallagrös, en silungur er þar
enginn í vötnum.
Ekki hindraði brúarbrotið þó ferðir tröll-
anna yfir Jöklu, enda varð Austanskessa nú
að sækja allan silung í Norðurheiði og hin
að sækja íjallagrösin austur yfir. Héldu þær
því áfram að elda grátt silfur saman. Að
lokum settu þær mót með sér og sættust á
að búa báðar í Norðurheiði en hafa hina
undir, og skipta báðum til helminga. Ruddu
þær saman stórbjörgum og hlóðu merkja-
garð þann í Jökuldalsheiði, sem æ síðan
heitir Tröllkonugarður eða Skessugarður, en
við Austurheiðarskessuna er kenndur Tröll-
konustígur eða Skessustígur í Valþjófsstaða-
fjalli í Fljótsdal.
Þetta er endursögn á þjóðsögunni
„Tröllkonugarður“ í Þjóðsögum Sigfúsar
Sigfússonar.1 Hún er að því leyti merkileg,
að hún snertir ýmis fyrirbæri náttúrunnar á
bls. 267-268.
33