Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Qupperneq 36
Múlaþing
2. mynd. Tröllkonustígur myndar náttúrlegan „veg" upp á jjallið, sem er vel fœr gangandi og jafnvel
ríðandi mönnum. Að neðan endar hann við samkomuhúsið Végarð. Ljósm. höf. 1. ágúst 2000.
heiðum beggja megin Jökuldals, og þó ekki
síst „brúna“, sem heimildir segja að hafi
verið á Jöklu hjá bænum Brú, og útskýrir
breytingar sem urðu á lífríki heiðanna á
síðustu öldum.
Brúin hjá Brú
Um brúna hjá Brú er víða getið í forn-
sögum Austfírðinga, einkum í Hrafnkels
sögu (fjórum sinnum), en einnig í Drop-
laugarsona sögu. Ekki eru þó til neinar
óyggjandi heimildir um tilveru hennar. Um
gerð brúarinnar segir ekkert í þessum ritum,
en almennt var talið að hér hefði verið um
náttúrlega steinbrú (steinboga) að ræða,
eins og fram kemur í þjóðsögunni. Hugsan-
legt er að hann hafi verið rétt fyrir innan
brúna sem nú er fyrir neðan Brú. (5. mynd).
Sigurður Gunnarsson 1886* 2 skýrir þetta
þannig, og bætir við: „Þessi steinbogi hrap-
aði fyrir miðja næstliðna öld“ (þ.e. fyrir
miðja 18. öld). Halldór Stefánsson (1948)3
segir steinbogann hafa hrapað 1625 „að tal-
ið er“, en það ár tók af trébrúna hjá Foss-
völlum í flóði. „Sumir segja, að Austfírð-
ingar brytu brúna til að verjast ófriði Sturl-
unga, aðrir segja hana brotna í galdrabyl
Sigríðar stórráðu“, ritar Sigfús í niðurlagi
þjóðsögu sinnar. Þetta brúarmál verður ekki
krufíð til mergjar hér, enda hefur ýmislegt
verið um það ritað.4
- Sigurður Gunnarsson: Ömefni frá Jökulsá í Axarfirði austan að Skeiðará. Safn til sögu Íslands og islenskra bókmennta, 2. bindi,
1886, bls. 454.
3 Halldór Stefánsson: Hrafnkelsdalur og byggðin þar. Austurland II. Akureyri 1948, bls. 148.
4 Sjá t.d. Agnar Hallgrímsson: Brúin á Jökulsá á Dal. Mulaþing 3, 1968, bls. 28-29 og Páll Pálsson: Um steinboga og trébrýr á Jökulsá
á Dal. Afmœlisrií 1985, bls. 70-80.
34
j