Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Síða 37
Tröllkonustígur og Skessugarður
3. mynd. Rekja má bergganginn þvert um Suðurdal Fljótsdals. Myndin er tekin ofan við Víðivallagerði í
Suðurdal, en þar kemur gangurinn fram í svonefndum Hrygg, innan og ofan við bæinn.
Ljósm. höf. 23. október 1991.
Tröllkonustígur í Fljótsdal
Svo nefnist gríðarmikill berggangur
(hlein), sem skerst skáhallt upp í gegnum
klettabeltin í Valþjófsstaðafjalli, nálægt
merkjum við Skriðuklaustur (1. og 2.
mynd). Stefna gangsins er norður-suður.
Má rekja framhald hans austan í utanverð-
um Múlanum, þar sem hann myndar fögur
klettaþil, svo sem Hrakhamar og Votabjarg,
og áfram suður og upp frá bænum Víði-
va/lagerði í Suðurdal, þar sem hann kallast
Hryggur (3. mynd). Þetta er um 10 km leið.
I Klausturhæð upp af Skriðuklaustri hverfur
hann undir efstu berglögin í ijallinu, en þar
rís annar rétt fyrir austan sem nær upp úr
fjallinu. Þeir koma svo báðir fram í gili
Bessastaðaár, litlu utar. Líklega eru þeir
hlutar af mikilli eldgjá, sem opnast hefur
seint á tertíertíma, og myndað efstu og
yngstu hraunlögin á Fljótsdalsheiði. Gang-
urinn er frá 5 m upp í 10-15 m breiður, víð-
ast úr kubbóttu eða mjóstuðluðu bergi, og
liggja stuðlamir lárétt og þvert á stefnu
gangsins. Bergið í honum er yfirleitt lítið
eitt sterkara en í láréttu basaltlögunum um-
hverfís, svo hann hefur víða veðrast fram úr
því, og myndar klettabríkur eða tröllahlöð.
Gangurinn er til að sjá ekki ósvipaður
stíg eða vegi, sem lagður halí verið skáhallt
upp tjallið, og raunar hefur hann alltaf verið
notaður sem slíkur, því að fjallið er annars
torfært vegna klettabeltanna. Mun stígurinn
raunar vera hestfær langleiðina upp. Er því
engin furða þótt menn tileinkuðu tröllunum
slíka vegabót.
Fjallagrös og silungur
Eftir álögum tröllanna að dæma hvarf
silungur úr vötnum Fljótsdalsheiðar, en
íjallagrös á hinn bóginn úr Jökuldalsheiði.
Flvað silunginn varðar er þetta bókstaflega
rétt. Þrátt fyrir mikinn fjölda stórra og
35