Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Page 38
Múlaþing
4. mynd. Tröllkonustígur er víða þverstuðlaður og samsettur af mörgum lóðréttum lögum, eins og sjá má
á þessari mynd, sem var tekin afhöf. utan og ofan við Végarð, 8. ágúst 1990.
smárra stöðuvatna á Fljótsdalsheiði er mér
ekki kunnugt um að í neinu þeirra hafi verið
silungur (bleikja), þangað til fyrir fáeinum
áratugum að farið var að flytja bleikju í
nokkur þeirra.
Því hefur verið kennt um, að vötnin
væru öll grunn, sem er að vísu rétt, en í
Jökuldalsheiði er þó silungur í grunnum
vötnum. Auk þess hefur verið mælt allt að
1,6 m dýpi í Hólmavatni, sem þó var fisk-
laust. Því hefur líka verið kennt um, að
vikurfallið mikla firá Öskju 1875 hafi grynnt
vötnin og eyðilagt silungsklak. Það er þó
ekki frumorsök fiskileysisins, því að 1840
ritar séra Stefán á Valþjófsstað í sóknarlýs-
ingu sinni: „I engu af þessum vötnum er
silungur. Eru þau því gæðalaus.“5
Fjallagrös hafa hins vegar vaxið ríku-
lega um alla Fljótsdalsheiði, svo lengi sem
heimildir greina. í sóknarlýsingunni 1840
er þess getið að „nokkur grasatekja“ sé á
flestum jörðum í Fljótsdal sem liggja undir
heiðinni, og í Assókn er „grasatekja á heið-
inni stunduð af öllum eftir megni“. Þegar
hreindýrum fjölgaði úr hófi minnkuðu
ijallagrösin eðlilega, en uxu aftur þegar
hreindýrastofninn var í lágmarki. Um 1950
man ég eftir að farið var til grasa upp á
heiðina við Hengifossárvatn og safnað í
nokkra stóra strigapoka. Nú er hins vegar
mjög lítið um fjallagrös á Fljótsdalsheiði.
I sóknarlýsingu Hofteigssóknar á Jökul-
dal ritar Sigfús Finnsson (1841 )6: „Grasa-
tekja er orðin lítil, en sú til er, fmnst helst af
og til í fjallgarðinum fyrir austan dalinn, og
sækir þangað árlega fjöldi fólks af Héraði“.
(í sóknarlýsingu Hofssóknar í Vopnafírði er
Ijallagrasa ekki getið). Af þessu má álykta
Stefán Ámason: Skýrsla yfír Valþjófsstaðarkirkjusókn. Múlasýslur, Sýslu- og sóknalýsingar, Rvík. 2000, bls. 138.
Sigfús Finnsson: Hofteigssókn 1840. Múlasýslur, Sýslu- og sóknalýsingar, bls. 67.
36