Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Síða 41
Tröllkonustígur og Skessugarður
7. mynd. Skessugarður á Jökuldalsheiði. Grjótgarðsvatn og Sænautafell í baksýn. Skessurnar sem hlóðu
garðinn hafa sýnilega verið vel að burðum. Takið eftir grjótdreifinni beggja megin við garðinn.
Ljósm. Skarphéðinn G. Þórisson 1996.
þó 20 til 30 manns gengju á einn af þeim færðu
þeir hann ekki. Þessum garði er sagt hafi rutt
saman tvær skessur í bræði, til að skipta veiði
millum sín í heiðinni. Hann er 90 faðmar að
lengd, einlægur fyrir utan það hann sýnist vera
sandorpinn í lautum, og sést aftur á hæðum þar
til hálsinn er búinn um þvert, og annar endi
hans liggur ofan í vatn sem heitir Grjótgarðs-
vatn.“7 (Þessi frásögn er einnig í Þjóðsögum
Olafs Davíðssonar, 3. útg. 1. bindi, bls. 189,
undir nafninu „Grjótgarðshóll“, en orðalag
nokkuð breytt og nöfnum ruglað).
I sóknarlýsingu séra Sigfusar er sagt frá
Skessugarðinum undir fyrirsögninni:
„Horfnar fomleifar“: Sigfús hefur sjálfur
ekki skoðað grjótgarðinn, en bændur á
Eiríksstöðum og Hákonarstöðum hafa lýst
garðinum þannig fyrir honum:
„Á miðheiði, á landamörkum þeirra, er
grjótháls, líkt sem best hlaðinn veggur, af
köntuðu grágrjóti, feikistórum björgum, frá
austri til vesturs circa 6 faðmar á lengd, en 3-
4 faðmar á hæð; á austurbrúninni skyldi hann
hæðstur, og so slétt gjörður sem besti múr-
veggur. Ekkert sést þar klappletur né nein
minnismerki. Þykir ekki ólíklegt að það
skyldi vera merkigarður.“8
Ekki er laust við að garðurinn hafí tekið
stakkaskiptum í meðförum bændanna, sem
kannski vildu reyna á trúgirni prestsins.
Merkilegt er að Skessugarðs er ekki getið í
neinum ferðabókum, svo mér sé kunnugt,
og virðist þó gamla reiðleiðin firá Hákonar-
stöðum (eða Brú) í Möðrudal hafa legið
þama framhjá (sbr. Uppdrátt íslands, Blað 4
Jökuldalsheiði).
39
7
Stefán Þórarinsson: Möðrudalssókn. Þingeyjarsýslur. Sýslu- og sóknalýsingar. Rvík.1994, bls. 226.
8
Sigfús Finnsson: Hofleigssókn 1840. Múlasýslur, Sýslu- og sóknalýsingar, bls. 69.