Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Page 42
Múlaþing
8. mynd. Skessugaróur á Jökiddalsheiði. Myndin er tekin uppi á Grjótgarðshálsi, þar sem garðurinn er
einna hœstur, og sér í suðvestur. Að norðanverðu eru steinarnir þaktir af svörtum skófum.
Ljósm. höf. 13. ágúst 1995.
Örnefnin Grjótgarðsháls og Grjót-
garðsvatn vekja spumingar um aldur Tröll-
konu- eða Skessunafnanna á garðinum, eða
hversu almenn þau hafí verið. Er eins lík-
legt að hryggurinn hafi einfaldlega verið
nefndur „Grjótgarður“ fyrr á öldum.
Skessugarður mun löngum hafa freistað
refa til grenisgerðar, því að þar em mikil
holrúm og ranghalar milli steina „Það er eitt
greni þetta helvíti!“, heíur Bessi Aðalsteins-
son eftir tófuskyttu á Jökuldal, en ekki er
þess að vænta að tófur fái frið til að ala þar
hvolpa sína meðan hið gamalgróna viðhorf
ríkir í þeirra garð.
Hvernig er Skessugarður til orðinn?
Það er nú almennt talið, að slíkir grjót-
garðar hafi orðið til í lok síðasta jökul-
skeiðs, fyrir 8-12 þúsund ámm, þar sem
(staðnaður) jökuljaðar hafi legið lengi eða
ekist fram á ný eftir stöðnun. í ömefnaskrá
Rangalóns er þessa skýringu að fínna:
„Grjótgarður er oftast nefndur Skessu-
garður... Hann virðist þannig myndaður, að
skriðjökull hafi hlaðið þar upp risastómm
björgum í jarðsprungu... Sú þjóðsaga gengur
um hann, að skessur hafi orðið saupsáttar út af
veiði, og kastast á þessum björgum, sem í
garðinum em.“
Hjörleifur Guttormsson ritar um garð-
inn:
„Stórbrotnastur þessara fomu jökulgarða
liggur þvert yfir Gjótgarðsháls [...]. Kallast
hann þar Skessugarður, og er eitt af mikil-
fenglegustu náttúmfýrirbærum hérlendis. Þar
hefur jökullinn hrannað upp stóreflis björgum
í eins konar múr, sem liggur þvert yfir hálsinn.
40
J