Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Side 43
Tröllkonustígur og Skessugarður
Er garðurinn a.m.k. 5 metrar á hæð, eingöngu
byggður úr tröllauknum björgum úr dílabas-
alti, og ber hann við loft horft til suðurs af
þjóðvegi.“9
Hjörleifur er hér að ræða um garða sem
skriðjöklar (í þessu tilfelli Brúarjökull) ýta
upp þegar þeir hlaupa fram. Jökulgarðar
(endamórenur) geta einnig myndast við
langa kyrrstöðu skriðjökuls. Safnast þá
grjót og annað efni sem er á yfirborði hans
saman við jökulsporðinn. Framhlaup Brúar-
jökuls eru nokkuð vel þekkt á síðari öldum,
en stærsta hlaupið átti sér stað árið 1890. Þá
hljóp jökullinn fram um allt að 10 km, og
ýtti upp geysilegum jarðvegsgörðum í
Kringilsárrana og á Vesturörœfum, sem
kallaðir eru Hraukar eða Töðuhraukar.
Jökulgarða Brúarjökuls frá lokum síð-
asta ísaldarskeiðs má fínna víða á Jökul-
dals- og Möðrudalsheiðum, og birtist kort
yfir þá í tilvitnaðri bók Hjörleifs, bls. 31,
tekið eftir Bessa Aðalsteinssyni jarðfræð-
ingi.10 (Sjá einnig Gletting (Kárahnjúka-
blað) 2001).
Eins og Hjörleifur segir, er Skessugarð-
urinn einstakur hvað snertir stórgrýtið sem
jökullinn hefur hrúgað þar saman. Er ekki
vitað um sambærilega myndun annars-
staðar hérlendis. (í Árbók F.í. 1993, bls.
146, nefnir þó Hjörleifur urðarhrygg við
Sultartungujökul í Austur-Skaftafellssýslu,
sem hann segir minna á Skessugarð).
Bessi Aðalsteinsson (1985)11 segir að í
garðinum sé „dílabasalt, að mestu plokkað
úr Grjótgarðshálsi sjálfum. Stórgrýtisdreif
er á báðar hendur.“ Þessi grjótdreif bendir
þó fremur til þess, að stórgrýtið hafi legið á
jöklinum, og að hann hafi flutt það fram líkt
og færiband, en þegar hann staðnaði ein-
hverja ártugi hafi Skessugarðurinn mynd-
ast, enda myndi vera eitthvað fínt efni í
garðinum líka, ef jökullinn hefði ýtt honum
upp. Líklegt er að grjótið sé komið úr
bröttum ljallshlíðum langt inn á öræfum.
(Þessu má líkja við það þegar möl er sturtað
af bíl; ef bíllinn sturtar á jafnri ferð dreifist
mölin jafnt á veginn, en myndar haug eða
hrygg ef hann stansar).
Við getum reynt að setja okkur fyrir
hugskotssjónir undrun þeirra sem fýrstir
komu að Skessugarði og höfðu enga nasa-
sjón af jöklum eða afrekum þeirra. Hvað
var eðlilegra en þeir settu þetta fyrirbæri í
samband við tröllin? Stórir stakir steinar,
sem víða fínnast um norðanverða Evrópu,
hafa hvarvetna verið taldir bera vitni um
risavaxinn mannflokk eða jötna, sem byggt
hefðu álfuna á undan hinu venjulega fólki.
Einnig voru þeir settir í samband við Nóa-
flóð. Hérlendis eru slíkir steinar kallaðir
grettistök, og virðast margir hafa haldið að
Grettir sterki hefði komið þeim fyrir. Séra
Sigfús virðist hafa talið að Skessugarður
væri mannaverk.
9 Hjörleifur Guttormsson: Norð-Austurland. Árb. F.í. 1987, bls. 30.
1(1 Bessi Aðalsteinsson: Brúardalir. Jarðfræðiskýrsla. Orkustofnun, handrit.
^ Bessi Aðalsteinsson: Skessugarður.- Náííúrufr. 55 (2): 82. 1985.
41