Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Page 49
Fornleifarannsóknir á Skriðuklaustri
3. mynd. Tveir seyðar fundust í rústum Skriðuklausturs. Stefano Paci grefur upp annan þeirra af mikilli
nákvœmni.
Fornleifauppgröftur
Rannsóknarsvæðið á Skriðuklaustri ein-
skorðast við svokallað Kirkjutún sem liggur
um 150 metra í austurátt frá gamla bæjar-
stæðinu á Skriðu, því samkvæmt niðurstöð-
um forkönnunarinnar sem gerð var árið
2000 voru byggingar klaustursins reistar
þar. Heildarstærð rannsóknarsvæðisins er
tæpir 1200 fermetrar. Opnaðir hafa verið
átta 35 fermetra stórir reitir innan svæðis-
ins, merktir A, B, C, D, E, F, G og H á
teikningu, svo stærð uppgraftrarsvæðisins
sjálfs er nú 280 fermetrar alls. Lokið hefúr
verið við uppgröft á fimm þeirra, reitum A,
B, C, D og E.
Rústirnar á Kirkjutúninu
Greina má vel varðveittar rústir klaust-
ursins á nánast öllu því svæði sem hefur
verið opnað á Kirkjutúninu til þessa. Syðst
á því er kirkjugarðurinn og rúst klaustur-
kirkjunnar. Ellefú grafir hafa komið í ljós
og ein þeirra hefur verið opnuð.
Hvað viðkemur aldri rústanna, þá hafa
byggingarnar sem grafið er í nú verið reistar
beint ofan á gjósku sem fallið hefur á
svæðið við gos í Veiðivötnum árið 1477. I
torfi veggja þeirra komu einnig fyrir gjósk-
ulög frá árunum 1362, 1410 og 1477. Yfír
rústunum liggja tvö gjóskulög, annað úr
gosi í Veiðivötnum árið 1717 og úr gosi í
Öskju árið 1875.13 Þessi samsetning bygg-
inga og gjóskulaga einfaldar mjög aldurs-
13
Steinunn Kristjánsdóttir 2003. Bls. 15-16.
47