Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Page 59
Fólkið í Teigi í Vopnafírði
Frá vinstri: Guðfinna Þorsteinsdóttir (Erla) (1891-1972), Pétur Valdimar Jóhannesson
(1893-1953), Þorsteinn (1918-1977), Guðrún (f.1920), Margrét (1921-1982), Ásrún Erla
(f. 1923), Steindór Gunnar (f.1924), Rannveig (1926-1953), Þorbjörg (f. 1928), Hildigunnur
(f.1930) og Hrafnkell (1935-2001).
Guðfinna var fædd á Skjögrastöðum í Skógum. Þegar hún var tveggja ára fluttu
foreldrar hennar að Ekru í Hjaltastaðaþinghá. Eftir vinnumennsku á nokkrum bæjum á
Uthéraði enduðu þau í Bakkagerðisþorpi. Guðfinna fór í Krossavík átta ára gömul og ólst
þar upp. Á næsta bæ, Syðri-Vík, ólst upp Valdimar Jóhannesson sem 1917 varð maður
hennar. Einar E. Sæmundsen skógarvörður í Reykjavík var hálfbróðir Valdimars.
Guðfinna og Valdimar bjuggu í Brunahvammi árin 1917 til 1922 en fluttu þá að
Hróaldsstöðum. Tveimur árum síðar fluttu þau að Felli og voru þar í þrjú ár. Árið 1927
fluttu þau í Teig þar sem þau bjuggu til 1951. Þau keyptu jörðina af Vopnaijarðarhreppi
1941. Valdimar andaðist 1953 en þrem árum síðar flutti Guðfínna á Selfoss og bjó þar til
dauðadags árið 1972.
Þorsteinn, Guðrún og Margrét fæddust í Brunahvammi, Ásrún og Gunnar á
Hróaldsstöðum, Rannveig á Felli og Þorbjörg, Hildigunnur og Hrafnkell í Teigi.
Myndin var tekin síðsumars 1942 við Teig en húsið var þá í smíðum og flutt inn um
haustið. Myndina tók Þorsteinn Sigurðsson maður Guðrúnar. Hildigunnur Valdiinarsdóttur
lánaði Múlaþ 'mgi myndina.
57