Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Side 63
Um örnefni og þjóðminjar í Álftafirði
3. mynd. „ Tjaldstœði Þangbrands" óslegið í túnjaðri á Þvottá. Friðlýst um 1930 en merki þar um fyrst
sett niður á staðnum árið 2001.
sem hét Valhöll, nú niður lagt. Önnur nöfn í
Vesturtúninu þekki ég ekki, utan Tjaldstæði
Þangbrands, sem er sunnarlega á túninu,
grasgróin tótt mjög greinileg, norðar aðeins
önnur tótt fremur ógreinileg, talin vera skáli
Þangbrands. Inn og vestur undir Flötumelum
er brunnur, kallaður Þangbrandsbrunnur.“
Var sótt í hann vatn í bæinn fram yfir miðja
20. öld, síðast tekið um leiðslu. Ekki getur
Guðmundur þess í ömefnaskránni að „tjald-
stæðið“ og „skálinn“ séu friðlýstar minjar, né
heldur um torfgarð þann, „túngarðsbrot fomt
fyrir neðan „tjaldstæðið““ eins og segir í
Fornleifaskrá 1990. Matthías Þórðarson
þjóðminjavörður gekk ffá ffiðlýsingarskjali
um þessar minjar haustið 1930 og var því
þinglýst 26. janúar 1931. Á skjalið hefúr
verið ritað neðanmáls, að því er segir í prent-
aðri skrá, að Matthías hafi með bréfi vorið
1939 heimilað Antoníusi Sigurðssyni bónda á
Þvottá (1934-1942) „að lækka túngarðs-
brotið, en jafnframt tekið ffam að ekki megi
jafna það við jörðu.“ Skáli Þangbrands er í
skránni sagður „tóftar-upphækkun forn, sem
er í túninu fyrir ofan „tjaldstæðið.““
Guðmundur Eyjólfsson frá Kambshjá-
leigu flutti að Þvottá 1942. Þar hitti ég hann
í fyrstu heimsókn minni til Álftafjarðar í
júlí 1966 og sýndi bóndi okkur ferðalöng-
um þá fomminjar í túni (sjá mynd 4). I bók
sinni ,Jíeyrt og munað“ segir Guðmundur
m. a.:
„Ég hafði alltaf haft áhuga á þessari jörð
af ýmsum sökum, en sérstaklega vegna sögu-
ffægðar hennar. Mér fannst alltaf hvíla helgi
yffr þessu býli, þar sem enn í dag má benda á
tjaldstað Þangbrands í landareigninni og
Þangbrandsbrunn, að ógleymdri ánni, þar sem
Síðu-Hallur var skírður. Hún og bærinn hétu
þá Á, en hafa síðan borið nafnið Þvottá.“
61