Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Page 64
Múlaþing
4. mynd. í túninu á Þvottá 1966. Guðmundur Eyjólfsson á tali við Helga Hallgrímsson náttúrufrœðing hjá
„skála Þangbrands", friðlýstri „tóftar-upphœkkun fornri" sem síðan hefur verið sléttað yfir.
Athygli vekur að Guðmundur minnist
ekki á friðlýsingu fornminja á staðnum og
sonur hans Kristinn, sem tók við jörðinni
1954, segist lengi vel ekki hafa vitað um
slíkan gjöming. Svona var langt á milli
kontóra stjómsýslunnar og vettvangs á fyrri
tíð og þær boðleiðir eru enn alltof stirðar. I
tíð Kristins bónda var sléttað til fulls yfir
gamla torfgarðinn og meintan „skála Þang-
brands“ þannig að hvorugs sér nú merki á
yfirborði, en Kristinn telur sig nokkurn veg-
inn vita um staðsetningu garðsins (5.mynd).
í túninu vottar nú fyrir smáhæð, um 10
metra norðan við „tjaldstæðið“, þar sem
áður var skálatóftin (4. mynd). Af friðlýstu
minjunum stendur eftir „Tjaldstæði Þang-
brands“, í fornleifaskrá sögð „ferhyrnd
girðing fyrir neðan túnið“, þ. e. gamla túnið
vestan bæjar. Þar setti Guðný Zoéga minja-
vörður Austurlands árið 2001 niður friðlýs-
ingarmerki og afhenti bónda skjal um frið-
lýsinguna.
Hjónin Kristinn og Unnur Guttorms-
dóttir á Þvottá sögðu mér vorið 2002 að
þegar grafið var fyrir Ijárhúsi rétt sunnan
við gamla bæjarhlaðið hafi verið komið
niður á grafreit, sem ekki var áður vitað um,
enda allfjarri Kirkjuhólnum. Bein sem upp
komu voru grafm í vígðri mold.
Isleifshesthús
í ömefnaskrá Þvottár segir Guðmundur
Eyjólfsson, eftir að hafa getið um Þang-
brandsbmnn: „Þá var þarna lítið eitt vestar
hesthúskofi og kallað Isleifshesthús, nú
jafnað við jörðu en hóll greinilegur. Þama
vom hafðar kýr á sumrin og hestar á
vetuma. Kýrnar trylltust og hestamir fæld-
ust og allt var í uppnámi, enda átti þama að
vera draugur sem Isleifur hét.“ Lætur Guð-
62
J