Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Page 65
Um örnefni og þjóðminjar í Álftafirði
5. mynd. Kristinn Guðmundsson bóndi stillir sér upp í túninu á Þvottá þar sem áður var túngarðsbrot
fornt.
mundur fylgja skemmtilega sögn um ísleif
og er kjarni hennar eftirfarandi. ísleifur var
búsettur á Felli í Suðursveit, átti dóttur sem
hét Þórunn og giftist hún bóndanum á
Þvottá. Isleifur drukknaði í Homaijarðar-
fljótum eitt sinn er hann hugðist heimsækja
dóttur sína. Féll hann af hesti sínum skjótt-
um, búnum góðum reiðtygjum og með
forláta beisli. Hringlaði mikið í stöngunum
er geyst var riðið. ísleifur gekk aftur, drap
hestinn og reið honum síðan í Þvottá og
barði að dyrurn. „Hvert vísar þú mér nú?“
spurði hann dóttur sína sem kom til dyra. „I
hesthúsið efst á túninu“ svaraði hún. Fylgdi
Isleifur síðan vissum ættum hér eystra og
birtist skyggnu fólki, þá ætíð ríðandi þeim
skjótta og með langa reykjarpípu sem
strókur stóð upp af.
ítök og örnefni í inndölum
Þegar prestssetur var lagt niður á Þvottá
1755 var sóknin lögð til Hofskirkju. Féllu
eignir og hlunnindi Þvottárkirkju til Hofs
við sameiningu sóknanna og munaði þar
líklega mest um nytjar af Þvottáreyjum. En
einnig höfðu Þvottárkirkju áskotnast mörg
ítök á grannjörðunum Starmýri og Flugu-
stöðum eins og ljóst er m. a. af uppskriftum
í biskupsvísitazíum, en Flugustaðir voru
raunar allt til ársins 1928 eign Hofskirkju.
í vísitazíu Skálholtsbiskups árið 1641 er
m. a. skráð eftirfarandi:
Kirkja að Þvottá á skógarteig í Flóka-
hvammi, út frá Djúpugróf og til skriðu þeirrar,
er gagnvart er Sigmundargili á Selárdal, sum-
arvið í Viðartungu (gagnvart Almannagjá),
stóðhrossabeit í Selárdal, tveggja mánaða beit
í Starmýrarteiga öllum fénaði, selför til
63