Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Page 66
Múlaþing
6. mynd. Starmýri I með fallegum og víða stuðluðum hnausum að bæjarbaki.
Granastaða á Hofsdal hinum syðra, skógarteig
frá Mosvallarskriðu á sama dal og fram til
Jökulgils nema það, sem Starmýringar eiga,
XV geldnauta höfn á Gloppudal (kallast nú
Hofsbót) og halda uppi nautgarði." (Ur
visitazíubók Brynjólfs Sveinssonar um Aust-
fírðingafjórðung. ÞÍ. Bps. A. II, 8, s. 112)
Röskri öld síðar, 1748, vísiteraði Ólafiir
Gíslason biskup Þvottárkirkju, fáum árum
áður en prestssetur var lagt niður á Þvottá.
Eru þá ítökin sem talin voru upp 1641 öll
hin sömu og óbreytt. (ÞÍ. Bps. A. II, 19, s.
68-69) Riijað er upp í vísitazíu Helga
Thordersens löngu seinna eða árið 1850
hvað um þessi ítök varð eftir sameiningu
sóknanna og er þá eftirfarandi sett á blað:
„Með kóngsbréfí af 17da maí 1764 er
Þvottárkirkja aftekin.“ Segja máldagar sem
og visitazía biskups Finns Jónssonar af 12ta
sept. 1755 til þess, er hún átti - og heyrir þetta
nú undir Hofs kirkju með þeirri undantekn-
ingu: „að eftirfylgjandi lítilfjörleg ítök, sem
áður fylgdu Þvottárkirkju, nl. skógarteigur í
Flókahvammi, út frá Djúpugróf og til skriðu
þeirrar, er gagnvart er Sigmundargili á Selár-
dal, sumarvið í Viðartungu, stóðhrossabeit í
Selárdal, 2ja mánaða beit í Starmýrarteiga
öllum fénaði (sá umgetni skógarteigur er með
öllu upprættur) eru eftirlátin Starmýrareig-
endum á móti því, að þessir aftur, sem hér eru
við viðstaddir, bræðumir Stefán og Guð-
mundur Hjörleifssynir, eftirláta Hofskirkju til
fullkominnar eignar þann part af viðreka, sem
áður tilheyrði Starmýringum, frá kletti þeim,
er norður er frá Selárósi hinum foma, og til
vörðu þeirrar, er stendur í Þvottárnesi.“
(Visitazíubók Steingríms Jónssonar og Helga
Thordersens. ÞÍ. Bps. C. I, 1, s. 356-357).
I þessum gömlu uppskriftum kemur sitt-
64
i