Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Page 67
Um örnefni og þjóðminjar í Álftafirði
7. mynd. Horft úr Höfða með Malvíkurrétt og klettinum Altari norðaustur yfir Starmýrarteiga með kletta-
borgum, ficerst Hrafnasteinn.
hvað athyglisvert fram fyrir utan skiptin á
ítökum sem þar eru tíunduð. Sum örnefni
sem þarna birtast eru enn þekkt en önnur
hafa týnst eða breyst að formi til. Ömefnið
Selárdalur varð að Starmýrardal á 19. öld.
Um tíma voru bæði nöfnin í gangi eins og
sjá má af sóknarlýsingu 1840. (Sóknalýs-
ingar, s. 549). Örnefnin Flókahvammar og
Viðartungur voru 1840 eins og nú notuð í
fleirtölu og Almannagjá norðanvert á Lóns-
heiði var þá enn vel þekkt ömefni en hefur
síðan horfið úr máli manna og nú aðeins
nefnd Gjá og Kerlingargjá neðst. Sigmund-
argil er enn á sínum stað. Djúpugrófar er
ekki getið í örnefnaskrám Starmýrar, en í
Sóknalýsingum (s. 568) ernefnd Djúpagröf,
sem líklega er misritun fyrir Djúpagróf.1
Snorri Guðlaugsson á Starmýri (f. 1924)
kannast ekki við ömefnið Djúpagróf en hins
vegar séu grófír á umræddu svæði á
dalnum. Hann þekkir hins vegar Flókhamar
sem er í brúnunum upp af Flókhamars-
bringum, hvorutveggja ömefnin gegnt Sig-
mundargili, en Flókhamar kemur ekki fram
í ömefnaskrám. Þar vantar einnig ömefnið
Steinboga í Selá, þrengsli þar sem stökkva
má ána litlu ofar en lækurinn úr Sigmundar-
gili fellur í hana.
Þvottámes er ekki að finna í örnefna-
skrám Þvottár sem varðveittar era á Öm-
efnastofnun en Jón Bergsson nefnir örnefni
þetta í sóknarlýsingu sinni í tengslum við
rekaítök Hofs og segir þar:
„Hvað fasteign og ítök kirkna þessara
snertir þá hefur Hofskirkju jafnan eignaður
verið fjörupartur milli Markskers og Mel-
rakkaness sem liggur frá Óseyjum og austur
fyrir Skipmannahólma; samt síðan Þvottár-
eignir lögðust til Hofs /i Óseyjar, Skarfa-
í
Djúpugrófir eru þekkt örnefhi á Múladal „lækir í djúpum farvegum" (örnefnaskrá Múla, nr. 300-302).
65