Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Page 68
Múlaþing
8. mynd. / Höfða á Starmýrarteigum var fyrrum margháttað bústang. Hér stendur Snorri Guðlaugsson
bóndi í gamalli fjárhústóft sunnan í höfðanum.
kambur, Vigur, Iglsker og 14 reki á Starmýrar-
fjörur að öllu (hvörjar ijörur liggja frá Oseyj-
um suður til kletts þess sem er út af Selárós
hinum forna), samt !4 reki á 286 faðma ijöru-
stykki, sem liggur frá Selárós suður til vörðu
þeirrar sem stendur í Þvottámesi, og allur
matreki á þessu takrnarki;“ (Sóknalýsingar, s.
567-568).
Lítum þá til „Hofsdals hins syðra“, sem
nú er nefndur Flugustaðadalur sunnan
Suðurár, en hún var fyrrum kölluð Hofsá
syðri eða Flugustaðaá. (Sóknalýsingar 548-
549). Mosvallarskriða nefnist nú Parts-
skriða og skógarteigurinn heitir nú Partur
og vísar nafnið eflaust til ítakanna, þ. e.
hlutdeild í heild. Partur nær hinsvegar ekki
alla leið að Jökulgili því að svæðið innan
við Sultarafréttargil nefnist Sultarafrétt. Um
kirkjuítak í Parti fer engum sögum lengur
en Starmýri telst samkvæmt þinglýstu
landamerkjabréft frá 1884 enn eiga „ ...
skógartöku í svonefndum „Parti“ á Flugu-
staðadal."2 Ömefnið Mosvallarheiði utan
við Partsgil er enn kunnugt heimamönnum
en nú kallað Mosfellsheiði, fyrrnefnda
heitið þó að líkindum eldra. Granastaðir eru
ekki þekkt örnefni á Flugustaðadal en hugs-
anlega er þama um að ræða hið sama og um
Grenjaðarstað sem vísað er til í sóknar-
lýsingu 1840 sem fombýlis undir Græna-
balafjal 1 i. (Sóknalýsingar, s. 566).
Þá er forvitnilegt að sjá í biskupsupp-
skriftum ömefnið Gloppudalur sem „kallast
2Langt mun vera síðan Starmýringar nýttu sér umrætt skógarítak í Parti. Ámi Ingólfsson frá Flugustöðum (f. 1935) minnist þess
að hafa sótt skógvið inn í Part með fóður sínum, líklega árið 1947. Var safnað i klyfjar á þrjá hesta og viðurinn notaður við
reykingu á kjöti og í hlóðaeldhúsi.
66