Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Page 69
Um örnefni og þjóðminjar í Álftaíirði
9. mynd. Stuðlaberg hjá Starmýri fast við þjóðveg milli Oddsvíkur og Fúluvíkur.
nú [það er 1641] Hofsbót“. Hvergi hef ég
rekist á þetta ömefni annars staðar á þessum
slóðum, það kemur til dæmis ekki íyrir í
ítarlegri sóknarlýsingu Jóns Bergssonar á
Hofi. Nautagarðurinn er hins vegar þekktur
og sýnilegur enn í dag og innan við hann
Djúpidalur áður komið er í Hofsbætur. Sú
skýring gæti verið á nafninu Gloppudalur
að austur (norður) af Ytri-Hofsbót og
Djúpadal er rof eða eyða (gloppa) í austur-
fjallgarðinn milli Hrossatinda og Flötufjalla
þar sem kallast Bugar og hæg leið um
Hvannavallahjalla yfir á Múladal. Frá
Hvannavöllum var heyjað í Hofsbótum um
1880. Jón Bergsson segir 1840: „Það er
líka almannamál að bær hafi staðið í Þor-
móðshvömmum í Geithelladal á fyrri tíð
eins og líka má sjá þess augljós merki enn,
að þar einhvörn tíma hefur verið byggð ...“.
(Sóknalýsingar, s. 565). Mun auðveldara er
að nýta Hofsbætur úr innanverðum Múla-
og Geithelladal en frá Hofi vegna fjarlægð-
ar, en lægðin í Bugum er beint á móti Þor-
móðshvömmum til suðurs.
Klettahöfðar í Suður-Álftafírði
I Suður-Álftafirði eru víðáttumikil
flæðiengi, mýrar og fítjar settar kílum en
upp úr standa klettaborgir á dreif, margar
hverjar 5-10 metra á hæð og meira þær
hæstu. Þetta eru leifar blágrýtishrauna og
innskota, ekki ósvipaðir hnausunum nokkru
ofar í landinu, klettar sem sjór hefur leikið
um fyrr á tímum og hafa víða sorfíst í þá
hellar sem komu sér vel í bústangi íyrri
tíðar. í landi Þvottár syðst á sléttlendinu eru
tvær slíkar borgir norður af Hellramýrum,
bústaðir huldufólks, kallaðir Ytri- og Innri-
Hellrar og vestan í þeim síðarnefndu
Eyjólfsskúti. Norðar taka við Starmýrar-
teigar með ummerkjum eftir gamla farvegi
Selár sem eitt sinn rann út um Hnaukaós.
67