Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Page 71
Um örnefni og þjóðminjar í Álftafirði
11. mynd. Inncmverður F/ugustaðadalur og Hofstunga með kjarri handan Suðurár, Tungutindar til hœgri.
I gegnum Víðidalsvarp glittir í jökulsker í Vatnajökli.
þurrt og liggur yfir þær þjóðvegurinn.
Landbreytingar hafa hér orðið ótrúlega
hraðar eins og m. a. sést af því að ofan þjóð-
vegar við afleggjara að Stekkjartúni er rúst
af bátanausti þaðan sem róið var í tjörðinn
á fyrrihluta 20. aldar. Þarna heitir enn Odds-
vík þótt á þurru sé og fjörur ekki að fínna
fyrr en alllöngu utar.
Um örnefni á Flugustaðadal
Flugustaðadalur gengur inn frá Flugu-
stöðum og nýbýlinu Stórhól (byggt 1932)
sunnan Suðurár og er dalurinn um 20 km
langur inn á Víðidalsvarp.4 Austan árinnar
er Hofstunga og er dalsnafnið heima fyrir
ekki notað um landið þeim megin utan við
Afrétt [Staðarafrétt], enda tilheyrði tungan
lengst af Hofi, nú eign Djúpavogshrepps.
Fjallgarðurinn sunnan dalsins fer smám
saman hækkandi frá Kjölfjalli inn í Jökul-
gilstinda, þ. e. frá 800 upp í um 1300 m
hæð, gilskorinn og skiptist í sneiðar.
Miklar aurkeilur og stækkandi eru niður
undan gilkjöftum og kallast hér skriður
[Drangaskriða, Selskriða, Hakahlíðaskriða,
Partsskriða]. Lækir flæmast um skriðumar í
farvegum sem taka tíðum breytingum svo
sem alþekkt er. Þær sneiðar af skriðunum
sem fá frið um lengri tíma gróa smám
saman upp og myndast þá eins konar mó-
lendi. Um Selskriðu segir t. d. í örnefnaskrá
Ingólfs Ámasonar bónda á Flugustöðum:
„Kemur þá æðimikil skriða og móar í
neðra, sem heitir einu nafni Selskriða
(138)5...“. Hér kemur einnig til staðbundin
málvenja sem felst í því að lækirnir sem
4Í sóknarlýsingu 1840 (Sóknalýsingar, s. 527) er stafti Flugustaðadals nefndur Sviptungnavarp, en nú er það ömefni notað um lægra
varp vestan vatnaskila inn af Hnappadal í Lóni þar sem leið liggur í Sviptungur. Vestan Víðidalsvarps opnast Grísatungnagil
°g norðan þess eru Grísatungur.
Númer í samræmi við tilvísanir í ömefnaskrá í vörslu Ömefnastofnunar.