Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Síða 72
Múlaþing
12. mynd. Bœjarríistir í Markúsarseli í Hofstungu, jörðin í eyði frá 1945.
flæmast um skriðumar neðan gilja eru hér
kallaðir „gil“, þótt komið sé langt niður
fyrir gilkjafta. Dæmi: „Selgilið rennur um
innanverða skriðuna.“ „Eg stökk yfir
Partsgilið“, þ. e. lækinn úr Partsgili. „Það
má stökkva yfir Jökulgilið á einum stað
neðarlega“, og er þá átt við lækinn en ekki
sjálft gilið. Þessi málvenja lifir enn góðu lífi
í máli heimamanna á Flugustöðum og
hennar sér einnig stað í ömefnaskrá. Af
henni getur sprottið kyndugur misskilning-
ur, því að sjálf gilin eru ekki árennileg að
klofast yfir!
Spildur milli gilja bera sín ömefni sem
víða tengjast innbyrðis. Neðst má finna bala
[Grænibali], hlíðar [Hakahlíðar] og hóla
[Selhóll, Smáhólar, Kolhóll]. Litlu ofar
tekur við fjall [Hakahlíðarljall, Grænabala-
fjall, Smáhólaljall] eða heiði [Heiði, Mos-
fellsheiði] og nær að brún horft neðan úr
dal. Sums staðar skiptist fjall lárétt af
hjallabríkum í Efraijall og Neðrafjall [Efra-
Selijall og Neðra-Selijall]. Grænabalafjall
kallast Efraijall fyrir ofan brún og efst heitir
Kolhólstindur. Ofar og oft í hvarfi em gróð-
urlítil sker [Partssker, Sultarafréttarsker] og
tindar [Partstindur, Afréttartindur]. Parts-
tindur er nefndur Vörðutindur í sóknar-
lýsingu Jóns Bergssonar frá 1840 (Sókna-
lýsingar, s. 524) og er það heiti rakið til
landmælingavörðu Frisaks firá 1812.
Athyglisvert er orðfæri Jóns á Hofi í um-
ræddri sóknarlýsingu, þar sem hann talar
um bláskriður (s. 524), blásker (s. 527), og
blámela (s. 530) og vísar lýsingarorðið blár
þar til bláleitrar áferðar á gróðurvana landi.
Haka-ömefni á Flugustaðadal geta vald-
ið heilabrotum. I áðumefndri ömefnaskrá
Ingólfs bónda segir:
70
J