Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Page 73
Um örnefni og þjóðminjar í Álftafirði
13. mynd. Flugsýn yfir jjöll sunnan Flugustaðadals. Talið frá vinstri: Hakagil, Innsti-Haki með Ystu-
Hakahlíð neðan undir (í myndjaðri), þá nafnlaust gil og Mið-Hakahlíð, næst Tvímenningsgil sem klofnar
um Rauðahnaus, en innan við hann í efra eru Vondutungur, neðan við Tvímenningsskriða, innan við hana
Innsta-Hakahlíð og Grœnabalafall gilskorið upp af. Grœnibali er nú að miklu leyti eyddur af ágangi
Suðurár og lœkja. A bak við sjást föll í Lóni og Horn (Vestrahorn) í farska.
„Innan við Smáhólafjallið koma tvö fell
með giljum á milli, Hakafell ytra (78) og
innra (79), þar næst Hakahlíðarfjall (80) og
gilið fyrir utan það Hakagil (81), en innan við
fjallið Tvímenningsgil (82). A fjallinu er hár
hnúkur eða tindur, sem heitir Haki (83), og of-
ar bak við hann eru Tvímenningar (84). Ofan
við Tvímenningsgilið er Rauðihnaus (85).
Innan við gilið kemur Grænabalafjall ...
Síðar segir í sömu skrá: „Utan við hann [Kol-
hól] miðja vega út með Grænabalatjalli heitir
Grænibali (124). Þá kemur gil, sem skiptir
fjallinu í neðra, og heitir Innsta-Hakahlíð
(125) fyrir utan og út að Tvímenningsgili
(126) . Þar fyrir utan er Miðhakahlíð (127), en
Hakahlíðaskriða (128) á milli. Þá kemur lítið
gii og skriða, utan við það er Hakahlíð yzta
(129). ... Utan við Hakahlíðamar er Yzta-
Hakahlíðaskriða (130). Þá er þar utar Langa-
bringa (131).“ - í viðbót frá Guðmundi
Bjömssyni í Múla aftast í skrá Ingólfs segir
m. a.: „Milli Hakahlíðar ystu og Ystu-Haka-
hlíðarskriðu (130) er Hakahlíðarlæna (5).“
Til er önnur og mun ágripskenndari ör-
nefnaskrá frá Flugustöðum eftir Hjörleif
Brynjólfsson (1888-1974) fyrrum bónda á
Starmýri. Þar stendur m. a. eftir að sagt hefúr
verið frá Hellrum: „Þá er Selgil (30), Smá-
hólaijall (32), Hakar 2 (32), Hakahlíð (33),
Tvímenningar (34), Drangar 2 (35) eins og
Tindar. - Flugustaðir í Hakahlíð eru gamlar
bæjarrústir, líklega fyrir svartadauða. Haka-
hlíðargil (36), Grænabalafjall (37), Mos-
vallarheiði (38), þar eru aðrar bæjarrústir.
Margar tættur. Partsgil (39), Partur (40)...“
71