Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Page 77
Um örnefni og þjóðminjar í Álftafirði
16. mynd. Úr bœjarhúsctröðinni undir Mosfellsheiði, húseining með inngangi.
við. Virðist sérstakur inngangur hafa verið í
hverja einingu. Skammt frá vottar fyrir
garðlögum (sjá uppdrátt 1). Af bæjarhlaði
hefur sést út eftir dalnum. Handan við ána
er nú kjarrlendi þar sem heitir á milli Nejja,
þ. e. milli Ingunefja7, og litlu utar austan ár
er Markúsarsel í Hofstungu. Einnig þar á að
hafa verið byggð fyrr á öldum, og með
vissu var þar búið á árunum 1840-1945.
Innan við Partsgil heitir Partur, og vísar
nafnið svo sem áður segir til ítaka Star-
mýrar og Þvottárkirkju. Innan við Part og
Afréttargil [Sultarafréttargil] tekur við
Sultarafrétt undir Afréttarljalli (Sókna-
lýsingar, s. 524), trúlega sameiginlegt beiti-
land jarða utar í dalnum.
Undir Grænabalafjalli nokkru utar á
l'lugustaðadal er Grænibali, nú óveruleg
gróðurskák eftir að Suðurá og lækir (aur-
keilur) hafa fært út ríki sitt. Engar rústir eru
nú þekktar þar undir fjallinu og við gáfúm
okkur ekki tíma til að leita slíkra en héldum
út í Ystu-Hakahlíð. Þar eru augljósar rústir
við ljallsrætur skammt innan við svo-
nefndan Hnaus, mun unglegri á að líta en
undir Mosfellsheiði, m. a. af gróðri að
dæma (18. mynd). Staðurinn er nálægt því
að vera á móti Tunguhlíð handan ár, þó
líklega aðeins innar. Upp af er í fjallinu
grunnur gilskomingur og neðan við gróin
aurkeila með grjótdreif sem gæti verið eftir
snjóflóð. Hefur framburður safnast að
rústunum ofanverðum þannig að enginn
bæjarhóll er þarna sýnilegur, hafí hann
verið til staðar. Greinilegar rústir eru eftir
fjórskipta húsaröð og skammt út og upp af
er sérstök rúst, ef til vill af áheldi eða
útihúsi. Án frekari rannsókna er erfítt að
meta hvort þetta séu rústir af bæ eða seli
eða blanda af hvorutveggja eins og víða
Flosi Ingólfsson segir að menn kalli Ingu (eða Ingunni) klettadrang sem stendur á Ytra-Ingunefi.
75