Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Page 79
Um örnefni og þjóðminjar í Álftafirði
18. mynd. Bœjarrústir í Ystu-Hakahlið (sjá uppdrátt II).
að Þorkelssel hafi verið í grenndinni þar
sem nú eru eyrar Suðurár, en áin er í eldri
heimildum oft nefnd Syðri-Hofsá. í landa-
merkjaskrá Flugustaða frá 1884 er talað um
„suðurkvísl Hofsár“ en í sóknarlýsingu er
áin kölluð Flugustaðaá. (Sóknalýsingar, s.
548-549) Hofstunga heyrði fyrrum undir
Hof og áður en byggt var upp í Tunguhlíð
1829 hefur verið nóg rými fyrir sel yst í
tungunni. í sóknarlýsingu sinni 1840 segir
Jón Bergsson í umQöllun um Tungusporð: „
... út af nefndum sporði liggja einlægir
sléttir aurar, millum þeirra á báðar hendur
liggjandi Qallgarða, er áður skal verið hafa
graslendi.“ (Sóknalýsingar, s. 526).
Hellisland
I sóknarlýsingu 1840 segir svo um
Flugustaðahellra8: „Hið næsta fjall þar við
nefnist Selfjall, það er með smáhjöllum,
hvörjum upp af öðrum, upp undir þann þar
upp af verandi Hádegistind. Neðan til í
þessu fjalli eru hraun mikil með nokkrum
stærri og smærri skútum í, nefnast því
hraun þessi Hellrar; niður af þessum hraun-
um ganga sléttur nokkrar stórar ummáls,
kallaðar Hrossanes." (Sóknalýsingar, s.
523-524) Nokkru síðar segir um Hellra í
sóknarlýsingunni (s. 537): „Einn þessara
kallast Bríkarhellir. Hann á - eftir gamalli
sögusögn - að hafa verið rúm völvu
nokkrar, Flugu kallaðrar, er búið hafi á
Flugustöðum en sem heygð sé niður af
þessum hellir. Hellirinn er lítill ummáls en
nokkuð hár með steinbríkum upp í að
framanverðu; „upp í hann er nokkuð bratt
uppgöngu. Þar nálægt er annar, kallaður
8
Framburður nú oftast án
r-hljóðs og stytt í Hellar.
77