Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Síða 80
Múlaþing
19. mynd. Flugustaðahellrar, þrír hellar í sama klettahnausnum: Til vinstri mótar fyrir Stórahelli (Búr-
helli), Bríkarhellir er nálœgt miðri mynd og Háhellir ofar til hœgri.
Háhellir, mikið lítill og að litlu getandi.
Hinn þriðji kallast Stórihellir, öðru nafni
Búrhellir, hann liggur langs undir bergi
nokkru, líkari skúta en hellir.“ Og enn síðar
(s. 557): „Aður var og selstaða í Selfjalli
þamefndu hvar skepnur þóttu miður gagn
gjöra hvörs vegna það niðurlagðist.“
I Sveitum ogjörðum má lesa (III, s. 467-
68); „Þrátt fyrir landflæmi þetta allt [Hofs-
dal allan og Hofstungu] lögðu Hofsprestar
undir sig stærðarstykki á Flugustaðadal
sunnan ár. Það heitir Hellisland og er fram
undan Selfjalli. Með því útilokuðu þeir
Flugustaðabónda frá búsmalabeit nema hátt
í fjöllum. Þarna höfðu Hofsklerkar í seli tvo
mánuði hvert sumar bæði ær og kýr fram til
1880 og geymdu „hvíta matinn“ í svölum
helli, sem Búrhellir heitir.“
Völvuleiðið umtalaða var um 100 m
norðvestur af „Hellraklettinum“ niður af
grunnu gili nafnlausu en rétt innan við
kemur niður Selgil og niður af því Sel-
skriða, mikil og stækkandi aurkeila og slær
sér m. a. til austurs. I Arbók Ferðafélagsins
1955 (Austfirðir sunnan Gerpis, s. 23)
segir: „Á Selgilsaurnum, beint fram af
mynni Bríkarhellis, er stór grasi vaxin þúfa,
sem kölluð er Völvuleiði. Þar á Fluga að
vera jörðuð, og er leiðið friðlýstar fom-
minjar. En Selgilið [þ. e. lækurinn úr Sel-
gilinu!] fer ekki að neinum lögum og er nú
farið að brjóta utan úr leiðinu. Þar sem
vatnið hefur sorfið leiðið, má sjá steinaröð,
sem gæti verið gömul hleðsla, og má þó
vera, að til þess þurfí dálítið hugmyndaflug.
En stór má Fluga hafa verið, ef Bríkarhellir
hefur verið henni hæfilegt hvílurúm.“ I
viðbót við örnefnaskrá Flugustaða hefur
Guðmundur Bjömsson frá Múla bætt við
um Völvuleiðið: „Er nú alveg horfið 1978.“
78