Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Page 95
Hrafnkell Freysgoði
Faxagil í Hrafnkelsdal. Ljósm. SGÞ, júní 1992.
Einráðir höfðingjar
Þegar sleppir vígum þeirra Einars og
Eyvindar er ískyggilegasta atriðið í mann-
lýsingu Hrafnkels sú venja að unna mönn-
um engra bóta fyrir víg eða annan miska.
Þrír aðrir höfðingjar í íslendinga sögum
eiga það sammerkt með Hrafnkatli að drepa
menn og bæta ekki fyrir.161 Hávarðar sögu
birtist Þorbjöm á Laugabóli ‘stórættaður
maður og höfðingi mikill og hinn mesti
ójafnaðarmaður.’ Hann vegur Ólaf Hávarð-
arson saklausan, og þegar faðir hins vegna
heimtar bætur fyrir son sinn, kveðst Þor-
björn hafa margan mann drepið og engan fé
bættan. I háðs skyni býður hann Hávarði
gamlan og baksáran jálk í sonarbætur. Slíkt
er grálega mælt og mjög ólíkt rausnarlegum
og hugulsömum boðum Hrafnkels. Svo
kynlega velta hlutimir í Hávarðar sögu að
aldurhniginn kotbóndi vegur sonarbana
sinn, einráðan höfðingja og mikinn kappa í
fullu íjörvi.
Svipað mynstur atburða birtist í Fóst-
bræðra sögu. Jöður, garpur mikill og höfð-
ingi, drepur Hávar bónda fyrir engar sakir,
og þegar Þorgeir Hávarsson leitar föðurbóta
kveðst Jöður hafa vegið mörg víg og ekkert
bætt. Viðræðum þessum lýkur svo að
Þorgeir veitti Jöður bana með því móti
leggja spjóti í gegnum hann. I Heiðarvíga
sögu drepur Víga-Styr Þórhalla á Jörva fyrir
engar sakir, og þegar Gestur Þórhallason
biðst föðurbóta kveðst Styr ekki hafa bætt
víg sín hingað til en ætlar þó að bregða af
venju sinni og gefa Gesti í föðurbætur grátt
hrútlamb! Nokkra síðar hefnir Gestur sin á
Styr og segir þá ‘Þar launaði eg þér lambið
grá’ um leið og hann hjó hann banahögg.
Þótt Hrafnkell teljist til ójafnaðarmanna,
eins og þeir Hávarður, Jöður og Víga-Styr,
þá ber hann langt af þeim um höfðingsskap
og stórmennsku, enda þróast örlög hans
með miklu flóknari hætti en hinna þriggja.17
16Auk þeirra má minna á Þorfmn jarl i Orkneyinga sögu, (ÍF XXXIV: 76-77) sem bregst svo við þegar hann er beðinn 93
bóta fyrir mann sem hann lét taka af lífi: ‘Hefur þú eigi heyrt það [...] að eg em ekki vanur að bæta þá menn fé er eg læt drepa.’
1 7Nú skal þess snögglega minnst að mannlýsing Hraftikels ber með sér glögg áhrif frá Fœreyinga sögu, enda virðist Þrándur í Götu
hafa verið helsta fyrirmyndin að Hrafnkatli. Sjá kver mitt Mannfrœði Hrafnkels sögu ogfrumþœtlir (Reykjavík 1988), bls. 21-25.