Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Blaðsíða 96

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Blaðsíða 96
Múlaþing Útlendar fyrirmyndir Hrafnkell er ekki einungis héraðsríkur eins og aðrir ójafnaðarmenn heldur stendur goðorðsmönnum um land allt stuggur af honum. Afstaða þeirra til hans á alþingi minnir á þann ótta sem þegnum bauð jafnan af harðráðum þjóðhöfðingja. Vamaðarorð Þorgeirs í eyru Sáms að þingslitum, áður en féránsdómur er háður, gefa í skyn óvenju mikil völd Hrafnkels og áhrif: „Slíkan ægishjálm get eg að hann beri af flestum sem áður nema þú hljótir að fara nokkm lægra.“ Það er því ekki að ófyrirsynju að menn hafa látið sér til hugar koma að mannlýsing hans sé að einhverju leyti sniðin eftir útlendum fyrirmyndum. Fyrir allmörgum árum dró ég athygli að orðbragði Hrafnkels sögn og hugmyndum sem svipar víða til Alexanders sögu; en henni sneri Brandur Jónsson ábóti (d. 1264) á sína tungu.18 Mér kom þá til hugar að hann kynni að vera höfundur Hrafnkels sögu, enda virðast einstaka drættir í lýsingu Hrafnkels vera þegnir þaðan; heildarlýsing höfðingjans stendur þó á fleiri stoðum. Hér að framan hef ég dregið athygli að nokkrum atriðum sem eru svipuð í báðum sögum, og er Hrafnkels saga þá auðsæilega þiggjandi. Um Hrafnkel segir á einum stað: ‘Hann þröngdi undir sig Jökulsdalsmönnum til þingmanna’ sem kemur nokkuð annarlega fyrir sjónir, enda gefur það alranga hugmynd um samband goða og þingmanna á tíundu öld. Sama orð- tak vekur enga undrun þegar Alexander er varaður við: ‘En þú þarft eigi það að ætla að þeir verði þér tryggvir er þú þröngvir undir þig með ofurefli.’ Mesti hertogi í sögu ver- aldar sigraði margar þjóðir og yfirleitt þröngdi hann þeim undir sig; fáir vildu gerast þegnar hans af frjálsum vilja. Svipuðu máli gegnir um orðtakið að leggja undir sig (land, þjóðir) sem kemur fyrir á milli fjörutíu og fimmtíu sinnum í Alexanders sögu og mun því hvergi vera of aukið í þeirri bók. Öðru vísi hagar til um ffásögn Hrafnkels sögu af uppgangi Hrafnkels austan heiðar; þess er getið að allir urðu að heita honum sínu lið- sinni. ‘Hann hét þeim sínu liðsinni og trausti og lagði svo undir sig allt fyrir austan Lagar- fljót’ Theodore M. Andersson hefur borið Hrafnkel saman við Nebúkadnesar konung í Daníelsbók sem verður að þola þá hirtingu fyrir drambsemi sína að vera hrakinn í vesöld frá völdum og mannfélaginu sjálfu en hverfúr þó heim aftur eftir sjö ár heill á skapsmunum.19 Hvorki Nebúkadnesar né aðrir konungar sem Andersson nefnir í fróðri grein munu þó hafa vakað fyrir höf- undi Hrafnkels sögu, enda er skylt að miða helst við ritningar sem víslega voru kunnar hérlendis á þrettándu öld. Miklu vænlegri til samanburðar við Hrafnkels sögu er Rómverja saga sem mun hafa komist á íslensku þegar á tólftu öld.20 í henni eru þýðingar á tilteknum köflum úr sagnaritum tveggja rómverskra höfunda, sem íslenskir skólapiltar lásu forðum í því 18Sjá kverið Hrafnkels saga og Freysgyðlingar (Reykjavík 1962). Brandur ábóti var einhver mesti andans maður í Austfirðinga- fjórðungi á þrettándu öld. Um tengsl hans við Valþjófsstaði í Fljótsdal er fjallað á bls. 29-30, 35-6 og víðar, en þar bjuggu nánir ættmenn Brands ffá því á síðara hluta tólftu aldar og fram yfir miðja hina þrettándu. Á skyldleika Hrafnkels sögu og Alexanders sögu mætti ærið margt segja, en nú skal snögglega minna á að orðtökin að ofsa sér til vansa og að hafa bein í hendi koma hvergi fyrir að fomu nema í þessum tveim sögum. 19Theodore M. Andersson, ‘Ethics and Politics in Flrafnkels saga.’ Scandinavian Studies. Vol. 60 (Spring 1988), bls. 267-309. 20Skylt er að minnast hér tveggja rita: Jakob Benediktsson, Catilina and Jugurtha by Sallust and Pharsaíia by Lucan in Old Norse: Rómverja saga. AM 595a-b, 4to (Kobenhavn 1980). Dietrich Hofmann, ‘Accessus ad Lucanum: Zur Neubestimmung des Verháltnesses zwischen Rómverja saga und Veraldar saga.’ Sagnaskemmtun. Studies in Honour ofHermann Pálsson. Edited by Rudolf Simek, Jónas Kristjánsson & Hans Bekker-Nielsen (Wien 1986), bls. 121-51.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.