Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Qupperneq 100
Múlaþing
Horft út Jökuldalinn frá Arnórsstaðamúla. Skjöldólfsstaðir á miðri mynd. Jökla setur sterkan svip á dalinn
og skiptir honum í Norður- og Austurbyggð. Ljósm. SGÞ, 20. október 2003.
dögum. Steinboginn hjá Brú er sagður hafa
staðið allt fram á miðja 18. öld, en heim-
ildum ber reyndar illa saman um það.D7
Ekki er að efa, að hann hefur verið mönnum
mjög þarfur, hafí verið hægt að notast við
hann til að komast yfír ána, því möguleikar
á brúagerð á stórár landsins voru harla litlir
allt til loka 19. aldar. Þótt steinbogi væri á
ánni er ekki ósennilegt, að þurft hafí að
setja einhvers konar búnað þar á eða við, til
að komast sem best yfír, t. d. með hross, því
varla hefúr boginn verið sem tilbúinn vegur.
Þetta eru reyndar vangaveltur, því höfundi
þessara lína eru ekki kunnar lýsingar á
slíku. Brúin, þ. e. steinboginn hjá Brú - ef
sagnir um hann standast - hefur verið á
heppilegum stað, því leiðin milli Suður-
lands og Austurlands norðan Vatnajökuls
virðist hafa legið þama um. Hún nefndist
alþingisvegur Austfírðinga eða Héraðs-
manna og hefur verið hin forna þingleið
Austfírðinga af Fljótsdalshéraði á Þingvöll.
Síðar var sú leið helst farin af biskupum úr
Skálholti í vísitasíur til Austurlands og því
kölluð biskupaleið. Einnig er nefndur
Brúarvegur á þessum slóðum.08
Neðar, á Ut-Dalnum, var seinustu ald-
imar þjóðleið yfír ána, en á manngerðri brú.
Reyndar eru óljósar sagnir eða getgátur um
steinboga til foma þar einnig, skammt ofar
brúarstæðinu hjá Fossvöllum, efst í Jökuls-
árhlíð.09 Hafí svo verið hefur hann ekki
dugað mönnum til langframa, því hjá Foss-
völlum var komin manngerð brú þegar á 16.
öld og þar virðast síðan hafa verið brýr hver
á eftir annarri.E1° Þama er áin í gljúfri og
óvenjulega stutt milli bakka, sem gaf fýrri-
tímamönnum möguleika á brúargerð, en
þeir höfðu annars lítil eða engin tök á að
brúa stórfljót landsins. Ekki er þarna
einsdæmi á landinu til foma með brýr, sem
menn komu upp.FU Þetta vom að sjálf-
sögðu timburbrýr og veigalitlar en dugðu
gangandi mönnum og yfír brúna þama
98