Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Side 106
Múlaþing
Sogsbrídn, hengibrí frá 1905. Jón Þorláksson landsverkfrœðingur fékk tilboð í slíka brú en taldi kostn-
aðinn mikinn og leitaði annarra leiða til að útvega brú úr stáli hjá Hákonarstöðum. Mynd á póstkorti.
hafði fengið tilboð sitt hjá. Þá er að nefna, að
komin var 300 m löng stálbitabrú á Lagarfljót
frá 1905, sem var stærsta brú landsins til
langrar ffamtíðar og árið 1897 var byggður
fyrsti grindarbitinn á Blöndu hjá Blönduósi. í
þeirri gerð brúa er burðarvirkið stálgrindur í
hliðum brúnna og var sú gerð kölluð „föst“,
sbr. fyrmefht bréf Jóns. Það er gagnstætt
hengibrúnum, sem hreyfast meira undan álagi
og vindi. Brúin hjá Hákonarstöðum var
einmitt af slíkri gerð, þ. e. föst.
A teikningum af stálinu kemur fram:
„Ord. by (höf.: pantað af) Stefan B. Jonsson
Vopnafjord Iceland“.M23 Hann virðist hafa
haft mikil umsvif á sínum tíma og um hann
segir Páll Líndal í bók sinni um Reykjavík:N24
Stefán lagði gjörva hönd á margt um
dagana: uppfmningar, trésmíði, ritstjórn
[höf.: gaf út tímaritið Hlín\, búskap og
innflutning ýmissa nýtísku tækja, bæði til
heimilishalds og búskapar. I Lundi [höf.:
húsinu þar sem hann bjó í Reykjavík] hóf
hann 1904 gerilsneyðingu mjólkur fyrstur
manna hér á landi. Hann smíðaði einnig
léttivagn sem hann lét ganga til Þingvalla
og ýmissa staða í nágrenni Reykjavíkur.
Páll segir einnig, að síðar hafí hann flust
til Mosfellssveitar og búið að Reykjum og
lagt þar eina fyrstu hitaveitu hér á landi og
hitað húsið upp með hveravatni árið 1908.
Hann hafði farið til Ameríku og ætlaði að
hasla sér þar völl, en kom aftur til íslands.
Hann var mjög áhugasamur um allar nýj-
ungar og framfarir og hafði orðið sér úti um
verslunarsambönd fyrir vestan haf.°25
Tilboði Stefáns var tekið, sbr. bréf frá
stjómarráðinu til hans 11. okt. 1906,K26 en
sett voru 2 skilyrði:
1) að ekkert stykki í brúnni sé þyngra en
1/2 tn.
2) að brúin komi til Vopnafjarðar í mars-
mánuði n. á. nema (force majeure hindri)
[höf.: óviðráðanlegar ástæður].
Einnig fylgdi með samningnum yfírlits-
teikning frá ameríska stálframleiðandanum
af brúnni dags. 21. júní 1906, þar sem koma
104