Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Síða 107
Brú á Jökulsá hjá Hákonarstöðum
fram helstu kennistærðir brúarinnar, sbr.
síðar.
I bréfi frá Jóni Þorlákssyni til stjómar-
ráðsins 21. nóvember 1906K27 segir hann að
St. B. J. segi stálið ekki fara frá New York
fyrr en kringum 1. mars n. á., en skv. samn-
ingi átti það að afhendast á Vopnafírði í
þeim mánuði, sem fyrr getur. Hann telur þar
með óvíst að það komi til Vopnaijarðar fyrr
en um miðjan apríl „og er þá ekki víst að
dragfæri fáist svo henni [höf.: brúnni] verði
komið að brúarstæðinu fyrir sumarið, en þó
er það ekki óhugsandi.“ Jón vill að pöntun-
in sé samt látin standa, því ,jeg sé ekki að
jámbrú verði fengin annars staðar frá jafn
snemma“ og jafnframt bætir hann við „að
óráðlegt sé að byggja trjebrú á þessum stað“
svona til staðfestingar á, að ákvörðunin um
stálbrú sé rétt.
Stjórnarráðið fylgir tillögum Jóns um
fasta jámbrú og í bréfi þess ffá 8. janúar
1907K28, til sýslumannsins á Seyðisfirði, er
staðfest, að það sé embætti hans, sem sér
formlega um framkvæmdina og að lands-
verkfræðingur muni „aðstoða sýslunefnd-
ina í Norður Múlasýslu á þann hátt, sem
hann best getur.“ En nokkm seinna, í bréfi
frá sýslumanninum til stjómarráðsins 9.
febrúar 1907,K29 er getið um aðdraganda
brúarsmíðarinnar og síðan segir: „Nú hefur
það sýnt sig, að kostnaðurinn við flutning á
efninu frá Vopnafirði að brúarstæðinu verð-
ur 800 kr. meiri en landsverkfræðingur
hafði gjört ráð fyrir og að stálbrúin því mun
kosta 2600 kr. meira en trjebrúin var
áætluð.“ Þetta er auðvitað óþægileg staða,
að vera kominn með þetta hærri áætlun og
fer hann fram á að fá helming viðbótar-
kostnaðarins greiddan úr landssjóði og til
að verja ákvarðanatökuna um stálbrúna
segir jafnframt í bréfinu „auk þess sem það
í sjálfu sjer er þýðingarmikið atriði, að eiga
kost á að sjá, hvemig hinar amerísku stál-
Stefán B. Jónsson umboðsmaður Jyrir stálið. Mynd
úr Islendingabók eftir Gunnar Hall 1958.
brýr eiga við og reynast hjer á landi.“ Um
þennan þátt við framkvæmdimar, þ. e. land-
flutninginn á byggingarefninu, getur nánar
síðar.
Málið fer síðan fyrir heimamenn, sbr.
fréttaklausu í Austra, sem var fréttablað
gefið út á Seyðisfirði, af sýslunefndarfundi
19.-23. apríl 1907. Þar segir:
Oddviti tilkynnti, að hann uppá vænt-
anlegt samþykki nefndarinnar, eftir tillögu
verkfræðings landsins, hefði ákveðið, að
sett yrði amerísk jámbrú á Jökulsá hjá
Hákonarstöðum í stað trébrúar þeirrar, er
áður var samþykkt að setja þar, og tekið
ábyrgð á greiðslu þeirra 1800 króna, er
áætlað er, að járnbrúin verði dýrari en
105