Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Qupperneq 112
Múlaþing
Jökuldalsheiðin séð úr lofti til norðurs. Háreksstaðir eru uppi í vinstra horni en þar eru komnir um það
bil tveir þriðju leiðarinnar frá Vopnafirði að Hákonarstöðum. Eiríksstaðahneflar hægra megin við miðja
mynd. Hákonarstaðir rétt ofan við miðjan hægri myndjaðar. Ljósm. SGÞ, mars 1982.
annaðhvort alla leið eða að Háreksstöðum,
skal ég láta í ljós þá skoðun mína, að ekki
muni geta af því orðið, að brúin komist á á
þessu ári, ef eigi fæst mun aðgengilegra
tilboð í flutninginn, enda virðist það hin
mesta fjarstæða að heimta yfir 7 kr. fyrir
flutning á hestburðinum frá Vopnafirði að
Hákonarstöðum, þar sem ækileiði er eins
auðvelt og þar og þar sem brúin á að koma
með „Vestu“ á Vopnaíjörð 13. mars; getur
eigi hjá því farið, að nægur tími verði til
akstursins.“
Það hefur tekið mánaðartíma, að koma
stálinu frá New York yfir hafið til Kaup-
mannahafnar og þaðan til Vopnaljarðar. Þar
sem afhendingartími stálsins stóðst, þ. e. í
mars, hlýtur að vera nokkuð hart, að það
kærnist ekki á leiðarenda það árið og brúin
byggð, eins og áætlað hafði verið. 1 bréfi
sýslumanns til stjómarráðsins 9. febrúar, og
minnst var á fyrr, er sýslumanni orðið ljóst
að kostnaður við flutninginn er kominn
verulega fram úr áætlun.
í bréfi oddvita til sýslumanns 19. feb.S39
hefur hann ekki fengið nýtt tilboð frá
Jökuldælingum, en segir: „Svo mikið er
víst, að Jökuldælir flytja brúna, ef nauðsyn
krefur, eftir að hún er komin inn á heiði.“
Einnig segir hann í bréfinu: „Hitt er líka
víst, að ósanngjamir verða þeir ekki um
borgun. I þessum harðindum er það vork-
unn, þó að bændur séu ragir við að ráðast í
erfíða flutninga, því af þeim leiðir allmikið
heyútdrag, auk þess sem menn eiga það þá
á hættu, að gripir þeir, sem heima em, séu
miður hirtir, en ella mundi.“
110