Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Síða 115

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Síða 115
Brú á Jökulsá hjá Hákonarstöðum Uppdráttur af verkpalli fyrir grindarbrú á Ölfusá (1891). Fallið var frá þessari gerð brúar þar, því talið var að menn réðu ekki við að draga svo þunga grind út yfir ána. Myndin sýnir grindina þegar hún væri komin á ána. Teikning frá Seðlabanka Islands. færi illa. Hæpið er að hugsa sér, að samsetn- ingin hafí átt sér stað norðan megin ár, vegna þess hversu bratt þar var og ekki almennilegt pláss fyrir grindina á þeim bakkanum. Austan megin ár var aftur á móti miklu betri aðstaða til vinnu við hana, en þá þurfti að koma stálinu þangað yfír ána af norðurbakkanum. Það hefur verið hægt með því að draga það á streng (þ. e. vír, sem strengdur er bakka milli), en vart hefur verið um aðra möguleika að ræða, eftir að kom þangað uppeftir. Til vinnunnar við hnoðin þurfti að setja upp nokkurs konar smiðju á staðnum, þar sem hnoðnaglamir (hnoðin) voru glóðhitaðir og síðan varð að hafa hraðar hendur og koma þeim í götin. Þeir voru slegnir (hnoðaðir) með sérstökum hömrum til að festa þá í götunum og tengdu þannig stykkin (stálhlutina) saman. Alls vó stálið um 15 tn. Til að koma grindinni á undirstöður sínar varð að reisa timburok eins utarlega á árbakkana og komist varð, til að sem allra styst væri á milli þeirra sitt hvoru megin árinnar. Einnig kunna að hafa verið reistir nokkurs konar gálgar á gagnstæðum ár- bökkum, til að halda undir enda grindar- innar. Þessi aðferð var vel kunn á þessum tíma og fylgir þessari grein mynd af slíkum búnaði, samkvæmt tillögu að grindarbita á Ölfúsá, þegar brúargerðin þar var í undir- búningiT47 Sú gerð brúa var reyndar ekki notuð þegar til kom, heldur hengibrú, sem kunnugt er. Aðstæður á brúarstæðinu við Jökulsá hjá Hákonarstöðum líkjast mjög því, sem sýnt er þar, svo líklegt er að not- aður hafí verið áþekkur útbúnaður. Síðan var stálgrindin (hvor hliðin) dregin út á okin, veltandi á stálkeflum (rúllum) og út yfír ána, allt þar til endinn á grindinni náði upp á gagnstæðan árbakka. Ekki er ósenni- legt, að menn hafí átt í erfiðleikum með að koma henni yfír ána því öll áhöld þar við hafa verið harla frumstæð og handaflinu einu til að dreifa. En með „vindum, keðjum, blökkum og köðlum [höf.: vírum]“ mátti mjaka henni yfír ána, líkt og gert var við Blöndubrúna nokkrum árum áður.Q48 Þetta hefur vafalílið verið vandasamasti verkþátt- urinn. Stöplamir voru hlaðnir úr grjóti, sem var „fest“ með steypulími. Grjótið hefur trúlegast verið sprengt úr klöppinni á staðn- um. Á þessum stöplum, á sitt hvorum ár- bakkanum, sat grindin og var sá að norðan miklu meiri en að austan vegna niishæðar milli bakkanna. Fyllingar þekktust þá ekki við brýr og því gat verið bratt og krappt við brúarendana. Svo er að sjá, að í upphafí hafi 113
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.