Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Qupperneq 116

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Qupperneq 116
Múlaþing brúin verið máluð hvít, sem er óvenjulegur litur á stálbrú og hefur hún þá haft á sér tignarlegt yfirbragð. Byggingarár brúarinnar fór lengi milli mála. Astæða þess er trúlega sú, að á teikn- ingum af brúnni stóð ártalið 1906, sem fyrr getur, en það þarf ekki að segja til um hven- ær brúin er byggð, heldur áritun þegar teikningarnar eru frágengnar. Oft er þetta sama árið og framkvæmdin á sér stað, en ekki hægt að ganga að því sem vísu og alls ekki, þegar þurfti að fá aðföng um langan veg. Þá er þess að geta, að með stálinu fylgdi skilti frá framleiðandanum og á teikningum var sýnt hvar það átti að festast á handrið brúarinnar, en ekki gerð frekari grein fyrir því.M49 Ennþá er uppi slitur af því þar sem lesa má: „New York U. S. A.“ og í upphafí hefúr líklega staðið á skiltinu ártalið 1906, sem var framleiðsluár stálsins. Vegna þessa er trúlegt, að menn hafi talið að brúin væri byggð það ár. Síðan hefur mis- skilningurinn verið endurtekinn af öðrum, sem treyst hafa heimildinni. Að sögn fór firam brúarvígsla að verki loknu, eins og venja var þegar nýjar brýr komu á stærstu ámar og mestir farartálmar höfðu verið, en ekki eru höfundi kunnar frásagnir af henni. Ekki er að efa að þar hafa menn glaðst að verki loknu enda ástæða til. Jökuldælir virðast hafa tekið brú- armönnum vel eins og eftirfarandi atriði sýnir. ÍAustra 18. september 1908 segir: Undirritaður, sem hefur um tveggja mánaða tíma dvalið við brúargjörð við Hákonarstaði á Jökuldal, finnur hvöt hjá sér til að þakka Jökuldælingum íyrir gott og hlýlegt viðmót og gestrisni gagnvart mér. En sérstaklega er mér ljúft að beina þakklæti mínu til húsbændanna á Eiríks- stöðum og fólks þeirra, ekki sízt fyrir þá góðvild, er þau buðu mér til brúðkaups þeirra Vilhjálms Snædals og Elínar Péturs- dóttur; þeirri veizlugleði og ánægju gleymi ég aldrei, en geymi hana í innilegri endurminningu. Ungu og eldri hjónin á Eiríksstöðum njóti gæfú og gengis og allir þeir Héraðsmenn og aðrir Austfírðingar sem hafa auðsýnt mér hlýlegt viðmót. p. t. Seyðisfírði 9. sept. 1908. Thore Thoresen. Þess er getið til, að þama sé um að ræða Norðmann, sem unnið hafí við samsetningu á stálinu. Svo vel vill til að fundist hefur ljós- mynd, sem sýnir brúasmiðinn og 5 menn með honum einmitt við Jökulsá hjá Hákon- arstöðum. Líklegt verður að telja, að mynd- in sé tekin við lok brúarsmíðarinnar. Þessi mynd kom nýlega í leitimar fýrir tilviljun úr fórum hans (sjá næstu bls.). Uppgjör framkvæmda o. fl. Þann 6. október 1908 sendir Jón Þorláks- son stjómarráðinu bréf, þar sem hann segir: „brúargjörðinni á Jökulsá hjá Hákonar- stöðum er nú lokið.“ Síðan getur hann helstu aðila, sem þar hafa komið við sögu og hefúr trúlega talið að sínum þætti málsins væri lokið.K5° Nokkm seinna, þann 11. desember, sendir hann stjómarráðinu aftur bréf og virðist tilefnið hið peningalega uppgjör verksins.K51 Það virðist ekki hafa verið mönnum alveg þrautalaust. Þar kemur til, að upphaflega áætlunin var um trébrú og hljóð- aði uppá 6000 kr., sem fyrr getur. Síðan berst Jón fyrir að þama komi jámbrú, sem var áætluð 1800 kr. dýrari, og virðist samþykkt af öllum viðkomandi með kostnaðaraukanum, sem af hlaust. Síðan kemur í ljós, að flutn- ingskostnaðurinn hækkar þessu til viðbótar um 800 kr., þannig að áætlun um brúna er þá komin í 8600 kr. 114
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.