Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Síða 117
Brú á Jökulsá hjá Hákonarstöðum
Brúin á Jökulsá hjá Hákonarstöðum. Brúasmiðurinn lengst til hœgri á myndinni en aðrir eru óþekktir;
mynd trúlegafrá 1908 í lok brúarsmíðarinnar. Ljósmynd fengin frá Valgeiri Valgeirssyni.
Bréf Jóns hefst svo:
Sýslumaðurinn í Norður-Múlasýslu
hefur 25. f. mán. skrifað mjer á þessa leið:
„Hjer með sendi jeg yður, herra lands-
verkfræðingur, reikning yfir kostnaðinn
við byggingu brúar á Jökulsá hjá Hákonar-
stöðum með tilheyrandi fylgiskjölum.
Eins og reikningurinn ber með sjer hefur
brúin kostað kr. 8995,66, og stafar kostn-
aðaðaraukinn frá áætlun aðallega af því að
flutningurinn varð svo dýr, en það kom
aftur til af því að veturinn í fýrra var svo
snjólaus, að sæmilegt akfæri stóð ekki
nema stutta stund. Úr landssjóði hefur þá
verið veitt til brúarvinnunnar 3000 kr. á
núgildandi ljárlögum og 1300 kr. á
íjárlögutu fyrir yfirstandandi íjárhags-
tímabil, og var það ætlun þingsins, að
landssjóður bæri hálfan kostnaðinn við
brúna. Eftir því á landssjóður að greiða kr.
4497,89, en hefur enn eigi greitt nema kr.
4299,21. Eftirstöðvamar, kr. 198,68 sem
sýslusjóður Norður-Múlasýslu hefur lagt
út í bráðina, leyfi jeg mjer að biðja yður að
hlutast til um að mjer verði sem íyrst ávís-
að mér til útborgunar úr landssjóði.
Jeg skal taka það fram, að allir, sem
sjeð hafa brúna telja hana mjög myndar-
legt mannvirki."
Jón segir síðan í bréfí sínu:
Jeg hef nú alltaf litið svo á, í samræmi
við hina upphaflega ijárveitingu, að verk
þetta væri unnið af sýslunefnd Norður-
Múlasýslu með ákveðnum styrk úr lands-
sjóði sem þó má eigi fara fram úr helmingi
kostnaðar. I samræmi við þetta hef jeg
skoðað umsjón verksins í heild sinni mjer
óviðkomandi, en aðeins verið sýslumann-
inum í Norður-Múlasýslu hjálplegur með
115