Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Blaðsíða 119
Brú á Jökulsá hjá Hákonarstöðum
Snjóbíll Guðmundar Jónassonar við Hákonarstaðabrú. Ljósmynd úr bók Vilhjálms Hjálmarssonar
(1995): Þeir breyttu Islandssögunni.
hljóðaði uppá og hlýtur það að teljast lítið
frávik.
Flutningskostnað frá Vopnafirði, alla
leið á brúarstað, má áætla allt að 2 þús. kr.,
sem fyrr getur, liðlega 20 % af byggingar-
kostnaði, sem segir sína sögu um örðug-
leikana og hlýtur að teljast hátt hlutfall
borið saman við framkvæmdir nú til dags.
Það eru bílamir, sem breyta öllum við-
horfum í þessum efnum, en öld þeirra var á
þessum tíma ekki gengin í garð hérlendis.
Eftir að byggingarefnið kom á land í Vopna-
fírði var ekki lengur um vélarafl að ræða til
að koma því áleiðis og aðeins að hafa
vöðvaafl hestanna, sem flutningar á landi
byggðu ennþá á. Ekki er óeðlilegt að menn,
sem þekktu misvel til slíkra hluta af eigin
raun, hafi vanmetið flutninginn við þessar
aðstæður og hlut hans í kostnaði við brúna.
Jón vísar allri fjármálahliðinni frá sér, en
átti þó þátt í áætlun um jámbrúna. í bréfi
sínu frá 14. október 1906, og fyrr var vitnað
í, hafði hann haft fyrirvara á, í áætlun sinni
við stjórnarráðið, en hversu langt hann gekk
í þeim efnum við sýslumanninn sjálfan er
ekki að finna gögn um. Þetta með upp-
haflegu kostnaðaráætlunina og síðan hækk-
andi kostnaðartölur er gömul saga og ný og
er erfíður biti að kyngja, því fyrsta talan
virðist alltaf vera efst í huga manna, þrátt
fyrir alla fyrirvara. Breytingar verða gjarn-
an á áætlunum, þegar litlar upplýsingar er
að hafa og ekki hægt að semja um hlutina
fyrirfram við alla aðila. Framkvæmdir fóru
oft framúr kostnaðaráætlunum eins og
gerist ennþá. Ekki er höfundi kunn nein
varanleg misklíð milli manna vegna þessa.
Hvað sem þessu líður, er ekki annað að sjá,
en menn hafl staðið vel að verki og kostn-
aður ekki óeðlilegur miðað við aðrar
varanlegar brýr (þ. e. af stáli eða stein-
steypu) ffá svipuðum tíma.°53 Ef endingar-
117