Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Page 122
Múlaþing
Austurendi brúarinnar 1984. Frá þessu sjónarhorni er brúin með upphaflegu svipmóti nema gólfið var
þverklætt. Ljósm. fengin frá Vegagerðinni.
nýtur gamla grindin sín vel. Upphaflegu
undirstöðumar að norðan má sjá ennþá og
era þær athygli verðar.
Einnig er þess að geta, að bætt hefur
verið við langbitum undir brúargólfíð og
timburverkið í því hefur verið endurnýjað
en burðarkerfí grindarinnar er það sama og
í upphafí.
Staða brúarinnar árið 2003
Um stöðu brúarinnar nú, árið 2003,
þegar stutt er orðið í aldarafmæli hennar, er
það að segja, að telja verður ástand hennar
óvenjulega gott. Hún er, sem fyrr getur,
burðug með tilliti til byggingarársins 1908
og hefur staðið sig án áfalla að mestu.
Gólfíð hefur þurft að styrkja, sem fyrr getur.
Helst hefur komið að sök, að breiddin er
vart næg fyrir nútíma flutningatæki. Þetta á
sér þá góðu hlið málsins, að það hefur
trúlega komið í veg fyrir, að reynt væri að
fara með þyngstu farartæki nútímans, sem
verið er með á vegakerfinu, yfír hana, þótt
hún hafl ekki sloppið alveg við svoleiðis
skakkaföll. Að sögn mun áin hafa náð uppí
grindina fyrir lyftingu hennar 1953. í ána
kom mikið flóð sumarið 1934v58, sem er
nokkuð örugglega í sama skipti. í mars
þetta ár gaus í Grímsvötnum og hlýtur
samband á milli þessara atburða að vera
íhugunarvert. Brúarjökull hljóp fram vetur-
inn 1963-4 og haustið eftir kom mikið flóð
120