Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Síða 129
Silfurrósir í svörtu flaueli
Gísli Brynjúlfsson, einn helsti menn-
ingarpostuli íslendinga í Kaupmannahöfn á
síðari hluta 19. aldar, var fæddur á Ketils-
stöðum á Völlum 1827 og bjó þar fyrstu ár
ævinnar en mér er ekki kunnugt um að hann
hafl spyrt sig við Austurland á nokkurn hátt
enda ættaður úr öðrum landsijórðungi.
Sama gildir um Sigurð Pétursson (1759-
1827) sem einnig var fæddur á Ketilsstöð-
um og í móðurætt frá Kolfreyjustað.
Sigurður var sem kunnugt er brautryðjandi
í íslenskri leikritagerð og orti talsvert. Eftir
hann liggja leikritin „Slaður og trúgirni“
(öðru nafni ,,Hrólfúr“) og „Narfí“.
Árið 1877 var stofnsett prentsmiðja á
Eskifirði. Hún var nefnd Skuldarprent-
smiðja eftir blaði sem þar kom út. Eigandi
prentsmiðjunnar var Jón Ólafsson (1850-
1916) frá Kolfreyjustað í Fáskrúðsfírði,
hálfbróðir Páls Ólafssonar skálds, en þeir
voru sem kunnugt er synir sr. Ólafs Indriða-
sonar sem áður er nefndur. I Skuldarprent-
smiðju var prentuð fyrsta ljóðabókin sem út
kom á Austurlandi. Það voru Söngvar og
kvœði eftir Jón Ólafsson sjálfan. Ljóðin eru
flest í anda rómantíkur og heldur stirð.
Hafa önnur störf en Ijóðagerð haldið nafni
Jóns Ólafssonar á lofti. Öðru máli gegnir
um Pál bróður hans sem segja má að sé eina
„þjóðskáldið“ sem Austfirðingar hafa eign-
ast í þeim skilningi að hann ól mest allan
sinn aldur hér austanlands og enn þann dag
í dag þekkir hver einasti íslendingur eitt-
hvað eftir hann.
Páll Ólafsson (1827-1905) var fæddur að Dvergasteini í Seyðisfirði en ólst upp á
Kolfreyjustað. Til stóð að hann gengi menntaveginn en hann skorti áhuga á bóknámi
svo lítið varð úr þeim fyrirætlunum. Páll bjó lengi að Hallfreðarstöðum í Tungu.
Kvæði Páls bera sterkan svip af rómantísku stefounni eins og hún var orðin á síðari
hluta 19. aldar. Hún einkennist af tilbeiðslukenndum, skrauthlöðnum lýsingum á nátt-
úrunni sem ósjaldan eru tengdar mannlegum tilfmningum, svo sem óhamingju í ástum,
frelsi og ættjarðarást. Hjá Páli klæðir sólin allt í „glit og glans“, fuglar syngja og
geislaflóðið varpar „eldrauðum lit á vötnin blá.“ Best koma þessi einkenni fram í
þekktustu ljóðum Páls, t.d. „Hríslunni og læknum“ og „Sumarkveðju“:
Þú frjóvgar, gleður, fæðir alt
um fjöll og dali'og klæðir alt,
og gangirðu'undir, gerist kalt,
þá grætur þig líka' alt.
Ó blessuð vertu, sumarsól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himin-há
og heiðar-vötnin blá.2
Páll var ekki aðeins eitt besta skáld síðrómantíkurinnar á íslandi heldur liggur sem
kunnugt er eftir hann urmull af annars konar kveðskap svo sem drykkjuvísum, hesta-
vísum, eftirmælum, stökum, ljóðabréfum og gamanmálum. Jón Ólafsson sá um útgáfu
á kvæðum Páls í tveimur bindum 1899 og 1900. Formáli Jóns fyrir síðara bindinu er
eitt það merkilegasta sem um Pál hefur verið ritað.
V____________________________________________________________________________________J
2 Ljóðmœli. Reykjavík 1899,1. bindi, bls. 226-227.
127