Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Síða 132
Múlaþing
Erla
Guðfmna Þorsteinsdóttir, eða Erla eins og hún nefndi sig, var fædd á Skjögrastöðum
á Völlum 1891 en bjó lengst af í Vopnafirði. Móðir hennar var Rannveig Sigfúsdóttir
sem einnig var skáldmælt. Eftir Guðfinnu komu út þrjár ljóðabækur, Hélublóm 1937,
Fífulogar 1945 og Ævintýri dagsins (barnaljóð) 1958. Efni Hélublóma og Fífuloga er
allfjölbreytt. Talsvert ber þar á heilræðaskáldskap og lífssannindum ýmis konar, löngum
frásagnarkvæðum, þulum, eftirmælum, tækifæriskveðskap, bamaljóðum og þýðingum.
Guðfinna hefur verið trúkona og kemur það fram í ljóðum eins og „Traust“, „Ver mér
breyzkum bróðir“ og „Kúlan“, öll í Hélublómum. Mest ber þó á ljóðum í nýrómantísk-
um anda þar sem náttúran er notuð til að tákna óblíð ævikjör, brostnar vonir og þrár sem
aldrei fundu farvegi sína. Hvort þar er skírskotað til hennar eigin ævi er erfitt að segja
vegna þess að um þetta leyti var tískuhugmynd meðal skálda að „það væri fallegt að
þjást“, eins og Þórbergur Þórðarson komst að orði, og því verður að taka harmatölum
þeirra með fýrirvara. Dæmi um ljóð af þessu tagi eru „Hmnin höll“ og „Eyrarrós“ í
Hélublómum:
Höfði draupstu, rauða rós!
Hann, sem fann þig fagra' og rauða,
föla ber þig senn og dauða
út í sárþráð sólarljós.
Sof í friði, föla rós!
Olánsama unga rós!
Kemst ég við af kjömm þínum.
Klökknar ís í barmi mínum.
Þig ég skil, sem þráðir ljós,
veslings fagra, visna rós!7
Þetta ljóð er dæmigert fýrir kvæðin í Hélublómum. Guðfínna notar gjarnan tákn úr
náttúrunni til að lýsa mannlegum raunum og er ráðningu táknanna oft að finna í lok
ljóðanna, sbr. dæmið hér að ofan. í „Minningu“ tákna perluslóð og hraun æviveg,
perluslóðin meðan elskendumir em saman, síðan tekur brunahraunið við þegar leiðir
skilja. Kvæðinu lýkur á eftirfarandi erindi:
Við gengum á glitrandi perlum
unz grundin við brunahraun þraut,
og leiðin mín lá út í hraunið,
en leið þín um greiðfæra braut.8
í ljóðinu „Fegursta blómið í brekku“, sem birtist í Fífulogum (bls. 57-58), lætur hún
lesandanum eftir að ráða fram úr táknum. Eins og í „Eyrarrós“ táknar blómið mann-
130