Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Page 137
Silfurrósir í svörtu flaucli
Kristján Einarsson frá Ojúpalæk:
FRÁ NYRZTU
STR0NDUM
Kápumynd.
að blómstra á íslandi undir rauðri sól úr
austri:
Vaknið, tímans klukkur klingja
kall hins nýja dags.
Fylkjumst allir undir merki
alheimsbræðralags.
Dýrum arfi alda skyldi
eigi á glæður fleygt.
Dyggð, sem horfnar dróttir sýndu,
dáð fær okkur kveikt.
Iðjulýður allra landa
eygir loks í dag
þráðan frelsis röðul rauðan
renna sér í hag.
Börn, sem þræða berum fótum
blóði storkinn svörð,
sjá hann stíga upp í austri
yfir nýja jörð.
Aðalsmerki allra þjóða
eins við ijall og sjá
eru í skini og næðing nöprum
nankinsfötin blá.
Vinnufús og vosi tamin
verkamannsins hönd,
hún mun okkar heiðri bjarga,
hún skal sigra lönd.14
En öreigabyltingin lét á sér standa á
Islandi. Heimsstyrjöldin síðari braust út og
lagði gmnninn að almennri velsæld, sveit-
imar tæmdust en þéttbýlið blés út, sérstaklega
suðvestanlands. í lok lýðveldisársins voru
Islendingar 127.791 talsins og þar af bjuggu
44.281 í Reykjavík.15 Það varð raunar bylt-
ing en ekki sú sem margir höfðu beðið eftir úr
austri heldur búsetu- og velferðarbylting sem
ekki sér enn íyrir endann á.
Nýmæli eftir seinna stríð
Þegar heimurinn byrjaði að rísa úr rúst-
um eyðileggingar og mannfórna heims-
styrjaldarinnar síðari hlaut það að verða
heimur sem var að flestu leyti ólíkur því
sem menn höfðu áður þekkt. Þessi nýi
heimur stóð í skugga kjarnorkusprengjunn-
ar, ógnvalds sem tók fram öllu sem áður var
í mannlegu valdi. Engin uppgötvun á 20.
öld hefur breytt meira heimsmynd og stöðu
mannsins gagnvart máttarvöldunum en sú
staðreynd að hann gat af eigin rammleik
þurrkað út alla siðmenningu jarðarinnar
með því að ýta á einn hnapp. Og þessi nýi
heimur kallaði ekki aðeins á nýjar efnis-
áherslur heldur einnig nýjan búning. „Hið
14B1s. 40-41.
15Sveinn Skorri Höskuldsson. Að yrkja á atómöld, Reykjavík 1970, bls. 19.
135