Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Síða 140
Múlaþing
Þorsteinn Valdimarsson
Þorsteinn Valdimarsson var af kunnum
skáldaættum hér eystra, fæddur að
Brunahvammi í Vopnafírði 1918. Móð-
ir hans var Guðfínna Þorsteinsdóttir,
Erla, og í upphafí fer Þorsteinn svipaðar
leiðir og hún. Hann var ósvikið náttúru-
barn sem bjó yfir að því er virðist óþrjót-
andi skáldlegri orðgnótt. „Leiðsla“ er
líklega það orð sem kemst næst því að
lýsa hugarástandinu sem hann fylltist
gagnvart ósnortinni náttúru. Þetta á sér-
staklega við ljóðin í fyrstu bók hans,
Villta vor, og kom út 1942 en þar er m.a.
kvæði um Hallormsstaðaskóg:
Þorsteinn Valdimarsson. Myndin er eftir
Kjartan Guðjónsson og birtist í Limrum.
Hve ljúf er gangan í logandi sólar skini!
Hve laugin er svöl í ánni hjá múlans rótum!
Moldin fagnar mér glöð, eins og gömlum vini,
er geng ég í bjarkanna sali nöktum fótum.
Ó, lífsandans musteri, laufgræni, ilmandi viður,
þín lofgjörð streymir um sál mér sem djúpur friður.22
Villta vor sýnir mikil og skáldleg tilþrif en víða keyrir þó tilfínningasemin og orð-
gnóttin úr hófí fram eins og t.d. í tilvitnuninni hér að ofan. Án efa eru það sprettir af
þessu tagi sem Steinn Steinarr á við þegar hann skrifar árið 1955: „Þorstein Valdi-
marsson hef ég aldrei kunnað að meta. Mér fínnst kveðskapur hans óekta, þrugl-
kenndur og lífvana tilbúningur, uppblásinn af einhvers konar gamaldags leiðinlegri
rómantík“.23 Steinn hefur væntanlega haldið að þetta væri tilgerð en þegar maður veit
að Þorsteinn gekk berfættur um Hallormsstaðaskóg með sjóngler á lofti til að geta
stækkað dásemdir náttúrunnar a.m.k. tífalt verður skáldskapur hans einnig ekta.24
Það liðu 10 ár þar til næsta bók Þorsteins kom út. Hún heitir Hrafnamál og var öll
knappari og hnitmiðaðri en sú fyrsta. I henni birtist kvæðið „Ingi Lár“ þar sem Þorsteini
tekst með einföldu og hljómrænu myndmáli að skapa fágætt listaverk. Þetta ljóð á án
efa stærstan þátt í þeirri virðingu sem Þorsteinn hefur síðan notið sem eitt af helstu
ljóðskáldum þjóðarinnar. „Þorsteinn er einn af bestu skáldunum“, skrifar Stefán Einars-
138