Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Page 147
Silfurrósir í svörtu flaueli
Mótmœlastaða vegna innrásarinnar í Tékkóslóvakíu. Mynd úrNýrri Sögu, Tímariti Sögufélagsins 2001.
inu Raddir að austan,36 Unnur er dæmi-
gerðasti fulltrúi 68-kynslóðarinnar sem
fyrirfinnst í þeirri bók þótt áhrif frá henni
megi sjá í ljóðum fleiri skálda þar, t.d.
Stefáns Steinssonar og Bergþóru Gísla-
dóttur. Unnur Sólrún fæddist á Vopnafírði
1951 en bjó lengi á Fáskrúðsfírði. Stefán er
frá Seyðisfirði en Bergþóra dóttir Gísla
Björgvinssonar sem lengi bjó í Þrastarhlíð í
Breiðdal og var á sinni tíð með snjöllustu
hagyrðingum hér austanlands.37 Stefán og
Unnur Sólrún senda bæði verkalýðshreyf-
ingunni tóninn í verkum sínum, Stefán væn-
ir hana um svik í ljóðinu „Til verkalýðsfor-
ustunnar“, sem birtist í bók hans Pongó-
boxin 1989, og Unnur Sólrún lýsir „þjóðar-
sáttinni“ þannig í samnefndu ljóði í Maríu-
tásum í bandaskóm:
Af hégómlegu innsæi sínu
Setti hún silkiband um sig miðja
I trylltu stundargamni
Og undir stiganum í myrkrinu
Gömnuðu þeir sér með glösin
Vöfðu sig saman í salnum
Svo fólk undraðist
í timburmönnunum næsta árið39
Unnur Sólrún gagnrýnir víða bága stöðu
konunnar í verkum sínum, t.d. í ljóðinu
„Jafnréttisbaráttan“40 og um hjónabandið
segir Stefán:
Hjónabandið
er sem jökulvatn straumþungt
fullt af jakabrotum og iðukasti
og mönnum sem berast með straumnum
reyna að svamla með hausinn upp úr
eða hanga á jökunum súpandi hveljur
kannski tekst það, kannski ekki
margir gefast upp
og bjarga sér í land nauðuglega
á hundasundi41
Skáld af 68-kynslóðinni hófu yfírleitt
feril sinn með því að gefa út uppreisnar-
kennd ljóðakver en hafa mörg hver snúið
sér að skáldsagna- og smásagnaritun enda
ljóðagerð einhver ábataminnsti atvinnuveg-
ur sem hægt er að stunda á Islandi. Flest
hafa þau snúið baki við fyrri hugsjónum og
361999,bls. 359.
37Vísur eftir Gísla eru birtar í Röddum að austan, bls. 113 o. áfr.
38Garðabæ 1989, bls. 72. 145
39B1s. 33.
40Fyrir utan gluggann. Útgáfustaðar ekki getið, 1991, bls. 16.
41Ljóðið birtist í Póngóboxi. Garðabæ 1989.