Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Page 155
Gunnlaugur og Ingibjörg
aður sem þingvottur en laumaði sér í burtu
þegar hann sá í hvað stefndi. Hann þurfti að
borga eitthvert lítilræði í sekt en gat sinnt
skjátum sínum í friði og haldið áfram að
vinna á túnið.
Hreppstjóramir Guðmundur og Skúli
kölluðu til sem verjanda frænda og tengda-
mann þeirra Guðmundanna, Guttorm Þor-
steinsson sem síðar varð prestur og pró-
fastur á Hofi í Vopnafirði, en þama stúdent
innan við tvítugt og líklega heimiliskennari
hjá séra Vigfúsi og trúlega heitbundinn
Oddnýju systurdóttur Guðmundar sýslu-
manns og fósturdóttur séra Vigfusar.
Þótt réttarhaldið fjalli aðallega um hver
flaug á hvem og hvaða skammaryrði gengu
á milli manna þá má fá nokkuð glögga
mynd af hlut Gunnlaugs í málinu.
Einhvem tímann seinnipart sumars 1793
truflast hann á geði þannig að vandræði
hljótast af. Það kemur fram að Guðmundur
sýslumaður og séra Vigfús Ormsson hittast
um haustið 1793 á Urriðavatni í Fellum og
ræða þá m.a. hvar hentugast sé að koma
Gunnlaugi fyrir og þá virðist Ijóst að hafa
þurfí á honum vakt eða setja í bönd. Það
endar með því að honum er komið fyrir hjá
Jóni Pálssyni silfursmið á Víðivöllum ytri.
Jón er í röð bestu bænda sveitarinnar og
hefur húsakost sem þarf til þessara hluta.
Það kemur fram að einhver misbrestur er á
umhirðu á Gunnlaugi og endar það með því
að hann brýst úr virkinu sem ýmist er nefnt
svo eða fangakista. Á Víðivöllum er þá
vinnumaður Magnús Gíslason frá Lang-
húsum í Fljótsdal. Honum virðist hafa of-
boðið meðferðin á Gunnlaugi a.m.k. hótar
hann að brjóta utan af honum virkið og
brenna það. Þessi hegðun hans er talin bera
vott um snert af geðveiki.
í réttarhaldinu er reynt að afsaka hirðuleysi
Jóns Pálssonar með því að Jón hafi verið
veikur af gulu og kona hans Elísabet Pét-
ursdóttir komin á steypirinn. Einhver orða-
sveimur hefur verið um málið í sveitinni, það
er síðan talið runnið undan rifjum séra Vig-
fúsar Ormssonar við messu á Valþjófsstað
ijórða sunnudag í aðventu 1793 að afráðið er
að flytja Gunnlaug lrá Víðivöllum að Skriðu-
klaustri. Þetta telja þeir frændur, Guðmundur
klausturhaldari og Guðmundur sýslumaður,
sem virðist þegar líður á réttarhaldið breytast
úr því að vera rannsóknaraðili og dómari í
hlutverk veijanda, vera samsæri og þannig er
dæmt í því.
Á Þorláksmessu kalla þeir Skúli og
Guðmundur með sér sjö menn bændur og
vinnumenn af Suðurbyggð og úr Suðurdal í
Fljótsdal. Þeir koma í Víðivelli líkast til um
hádegisbil og eru að líkindum með hest og
sleða. Á Víðvöllum taka þeir fangakistuna
með Gunnlaug innan borðs og flytja að
Skriðuklaustri. Þeir fara fyrst í Valþjófsstað
og stoppa þar, þiggja einhverja hressingu og
líklega er þeim borið vín, a.m.k. er þráspurt
um það í réttarhaldinu.
Guðmundur hreppstjóri Ámason fer við
annan mann á undan hópnum til að tilkynna
klausturhaldaranum komu þeirra. Guð-
mundur klausturhaldari þvertekur fyrir að
Gunnlaugur komi í sín hús. Þrátt fyrir það
kveðja þeir dyra að Skriðuklaustri undir
kvöld og þegar ekki er lokið upp þá svo
ótæpilega að sér á dyraumbúnaði.
Hér er ekki ástæða til að rekja áflog og
orðaskak sem fer fram á Klausturhlaðinu
þennan Þorláksmessuaftann. Kista Gunn-
laugs er of viðamikil til að komast í bæinn
á Klaustri en er í þess stað borin í skála sem
virðist hafa verið hús fráskilið bæjarhúsum.
Gunnlaugur ber sig illa sökum kulda og
öllum ber saman um að ef honum hefði
verið búin vist í skálanum, hefði það orðið
honum að aldurtila.
Athygli vekur við réttarhaldið hversu
mjög Guðmundur klausturhaldari heldur á
153