Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Page 155

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Page 155
Gunnlaugur og Ingibjörg aður sem þingvottur en laumaði sér í burtu þegar hann sá í hvað stefndi. Hann þurfti að borga eitthvert lítilræði í sekt en gat sinnt skjátum sínum í friði og haldið áfram að vinna á túnið. Hreppstjóramir Guðmundur og Skúli kölluðu til sem verjanda frænda og tengda- mann þeirra Guðmundanna, Guttorm Þor- steinsson sem síðar varð prestur og pró- fastur á Hofi í Vopnafirði, en þama stúdent innan við tvítugt og líklega heimiliskennari hjá séra Vigfúsi og trúlega heitbundinn Oddnýju systurdóttur Guðmundar sýslu- manns og fósturdóttur séra Vigfusar. Þótt réttarhaldið fjalli aðallega um hver flaug á hvem og hvaða skammaryrði gengu á milli manna þá má fá nokkuð glögga mynd af hlut Gunnlaugs í málinu. Einhvem tímann seinnipart sumars 1793 truflast hann á geði þannig að vandræði hljótast af. Það kemur fram að Guðmundur sýslumaður og séra Vigfús Ormsson hittast um haustið 1793 á Urriðavatni í Fellum og ræða þá m.a. hvar hentugast sé að koma Gunnlaugi fyrir og þá virðist Ijóst að hafa þurfí á honum vakt eða setja í bönd. Það endar með því að honum er komið fyrir hjá Jóni Pálssyni silfursmið á Víðivöllum ytri. Jón er í röð bestu bænda sveitarinnar og hefur húsakost sem þarf til þessara hluta. Það kemur fram að einhver misbrestur er á umhirðu á Gunnlaugi og endar það með því að hann brýst úr virkinu sem ýmist er nefnt svo eða fangakista. Á Víðivöllum er þá vinnumaður Magnús Gíslason frá Lang- húsum í Fljótsdal. Honum virðist hafa of- boðið meðferðin á Gunnlaugi a.m.k. hótar hann að brjóta utan af honum virkið og brenna það. Þessi hegðun hans er talin bera vott um snert af geðveiki. í réttarhaldinu er reynt að afsaka hirðuleysi Jóns Pálssonar með því að Jón hafi verið veikur af gulu og kona hans Elísabet Pét- ursdóttir komin á steypirinn. Einhver orða- sveimur hefur verið um málið í sveitinni, það er síðan talið runnið undan rifjum séra Vig- fúsar Ormssonar við messu á Valþjófsstað ijórða sunnudag í aðventu 1793 að afráðið er að flytja Gunnlaug lrá Víðivöllum að Skriðu- klaustri. Þetta telja þeir frændur, Guðmundur klausturhaldari og Guðmundur sýslumaður, sem virðist þegar líður á réttarhaldið breytast úr því að vera rannsóknaraðili og dómari í hlutverk veijanda, vera samsæri og þannig er dæmt í því. Á Þorláksmessu kalla þeir Skúli og Guðmundur með sér sjö menn bændur og vinnumenn af Suðurbyggð og úr Suðurdal í Fljótsdal. Þeir koma í Víðivelli líkast til um hádegisbil og eru að líkindum með hest og sleða. Á Víðvöllum taka þeir fangakistuna með Gunnlaug innan borðs og flytja að Skriðuklaustri. Þeir fara fyrst í Valþjófsstað og stoppa þar, þiggja einhverja hressingu og líklega er þeim borið vín, a.m.k. er þráspurt um það í réttarhaldinu. Guðmundur hreppstjóri Ámason fer við annan mann á undan hópnum til að tilkynna klausturhaldaranum komu þeirra. Guð- mundur klausturhaldari þvertekur fyrir að Gunnlaugur komi í sín hús. Þrátt fyrir það kveðja þeir dyra að Skriðuklaustri undir kvöld og þegar ekki er lokið upp þá svo ótæpilega að sér á dyraumbúnaði. Hér er ekki ástæða til að rekja áflog og orðaskak sem fer fram á Klausturhlaðinu þennan Þorláksmessuaftann. Kista Gunn- laugs er of viðamikil til að komast í bæinn á Klaustri en er í þess stað borin í skála sem virðist hafa verið hús fráskilið bæjarhúsum. Gunnlaugur ber sig illa sökum kulda og öllum ber saman um að ef honum hefði verið búin vist í skálanum, hefði það orðið honum að aldurtila. Athygli vekur við réttarhaldið hversu mjög Guðmundur klausturhaldari heldur á 153
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.