Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Blaðsíða 156
Múlaþing
lofti ótta Unu konu sinnar við Gunnlaug og að
hún hafí flúið heimilið einhvem tímann þegar
hann var þar heimilismaður og fékk æðiskast.
Sömu sögu segir Guðmundur um Ingibjörgu
systur Gunnlaugs og fósturdóttur Unu.
Guðmundur fær þvi áorkað að Una kona
hans þarf ekki að bera vitni þótt hún væri
virkur þátttakandi í atburðum á hlaðinu á
Skriðuklaustri. Otti Unu er þó ekki meiri en
svo að þegar bóndi hennar er úr leik sökum
ölvunar virðist hún taka af skarið, hún lætur
leysa Gunnlaug úr prísundinni og vistar hann
væntanlega í baðstofú. I framburði Ingibjarg-
ar kemur ekkert fram um þann háska sem hún
á að telja stafa af Gunnlaugi.
Erfítt er að ráða í ástæður þess að svo
mjög er reynt að réttlæta afdráttarlausa synj-
un Guðmundar klausturhaldara um að hýsa
Gunnlaug með heilsuleysi og ótta konu hans
og Ingibjargar fósturdóttur hennar. Þegar
vitnisburðir þeir sem gefiiir vom em lesnir er
fátt sem styður þessi rök klausturhaldarans.
Það kemur enda í ljós að þegar séra Vig-
íús húsvitjar á Skriðuklaustri nokkmm vikum
seinna, þá er Gunnlaugur þar í fangelsi og í
réttarhaldinu kemur fram að hann hafí verið
settur á ný í „fangakistuna“ án þess að nokkur
vandræði hafi hlotist af.
Réttarhaldið á Valþjófsstað snerist að litlu
leyti um Gunnlaug Jónsson og þar kemur
ekkert fram hver verða örlög hans.
Það er þó þannig að skiptum hans og
Guðmundar sýslumanns Péturssonar í
Krossavík var ekki lokið.
í húsvitjunarbók Refsstaða 1796 er Gunn-
laugur nokkur Jónsson skráður þar sem
vinnumaður og aftur árið 1797. Það er hægt
að efast um að þetta sé sami maður og sá sem
var geymdur í fangakistu á Skriðuklaustri, ég
tel þó að það sé efalaust, ÆAU telja það
fortakslaust og verður að telja sr. Einar Jóns-
son traustan heimildarmann hvað þetta
varðar. Benedikt frá Hofteigi getur þessa í
Krossavíkurþætti sínum í fyrsta hefti Múla-
þings og telur að Gunnlaugur hafí verið í
brjálsemisköstum og þá til lækninga í
Krossavík. Eg tel kenningu Benedikts ekki
trúlega, ef Gunnlaugi var komið til læknis þá
var nærtækast að koma honum til Brynjólfs
Péturssonar Ijórðungslæknis sem þá sat á
Brekku í Fljótsdal. Þeirri skoðun er m.a.
varpað fram í réttarhaldinu á Valþjófsstað að
nær hefði verið að koma Gunnlaugi til
læknisins á Brekku í stað þess að setja hann í
„fangakistu“ á Víðivöllum. Þá má láta sér
detta í hug að Gunnlaugur hafi verið í fanga-
gæslu í Krossavík. A þessum árum er Kristín
Rustikusdóttir í haldi í Krossavík og fær
góðan vitnisburð hjá presti en er skráð sem
fangi, eða delekvent. Mér þykir líklegt að
eins hefði verið gert með Gunnlaug hefði
hann verið þar í einhvers konar öryggisgæslu
eins og það væri kallað í dag. Lang líklegast
er að Gunnlaugur hafí verið ráðinn sem
vinnumaður upp á venjulega kosti og þannig
er hann skráður eins og fyrr sagði.
Guðmundur Pétursson sýslumaður var
tvígiftur, fyrri kona hans Þórunn Pálsdóttir
lést 1785, en nokkrum árum seinna giftist
hann Þórunni Guttormsdóttur sem var syst-
urdóttir hans. Með fyrri konu sinni átti Guð-
mundur sýslumaður 4 böm sem komust upp.
Eitt þeirra var Þórunn Guðlaug fædd 1779 og
því 17 ára þegar Gunnlaugur kom í Krossa-
vík.
Þann 28. nóvember 1799 ól Þórunn
Guðlaug dóttur sem var skírð Steinunn,
faðir stúlkunnar er Gunnlaugur Jónsson.
Litla stúlkan hefúr trúlega verið allri sinni
ætt fleinn í holdi og þess vegna verið grátið
þurrum tárum af öðrum en kannski móður
þegar hún dó 8. desember 1799.
Þórunn ól bamið á Hofí í Vopnafírði og
hefúr verið þar undir vemdarvæng prests-
maddömunnar Margrétar Jónsdóttur sem
m.a. er í hópi guðfeðgina Steinunnar. Ráð-