Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 59
Berggrunnur Breiðuvíkur
Mynd 20: Hlíðin umhverfis Aura og Kerlingarjjall. Aurar nefnist hœðin rétt vinstra megin við miðja mynd. 1
láglendri hlíðinni hægra megin við miðja mynd er Kerlingarfjall og lengst til hœgri sést í Grenmó.
Líklegast er að súra bergið sem myndar
Bálksíjallaraðir séu nokkrir súrir hraungúlar
sem liggi þama á svipuðum slóðum og hafi
komið upp með tiltölulega stuttu millibili,
en inn á milli þeirra hafi mnnið basalthraun.
Fjallaröðin hefur mjög áberandi norðaustlæga
stefnu.
Ummyndun berggrunnsins er talsverð á
öllu þessu svæði innan norðurhluta rann-
sóknarsvæðins, en þó sérstaklega innst í
dalnum. Erfitt er í sumum tilfellum að segja
til um hvort um basalt eða súrt berg sé að ræða
og súra bergið er víða kísilrunnið. A melunum
austan undir Marteinshnjúk má fínna ópal-
brot, og jaspis í dalbotninum. Berggangar úr
basalti sem koma fyrir innst í dalnum (og í
Moldarbotnum) era víða það ummyndaðir að
bergið er ljósgrátt og yfír í brún- eða grænleitt
í fersku brotsári, en veðrunarkápan er áberandi
brún. Tekið var sýni af slíkum berggangi og
sýndu rannsóknir að aðeins um 40% bergsins
em upprunalegar steindir, sem og að mjög lítill
kísill er eftir í berginu. A nokkmm stöðum
fellur (það sem líklega er) ókristallaður kísill
út úr lindarvatni og myndar hvítar eða Ijósar
útfellingar á steinum og gróðri. Þetta er mest
áberandi í Stóralæk þar sem undirlag lækj-
arins og grjót í farvegi hans er alveg húðað
þó nokkra leið niður hlíðina (sjá mynd 19).
Ekki var hægt um vik að frnna góðar opnur
á svæðinu umhverfis Aura og Kerlingarljall
vegna lausra jarðlaga sem hylja berggrunninn.
Auk þess er ummyndun bergs sumstaðar slík
að ekki er með vissu hægt að greina bergið.
Óvissa á þessu svæði á berggrunnskortinu (sjá
síðar í greininni á mynd 27) er því talsverð.
Sjá má yfirlitsmynd af svæðinu á mynd 20.
Þóleiítbasalt virðist mynda stærstan hluta
berggrunnsins og finnst víða í opnum, en
einnig er nokkuð af súru bergi. I fæstum til-
fellum er gott að gera sér grein fyrir hvemig
súm myndanir liggja miðað við jarðlagahalla
á svæðinu. Austur af Kerlingarfjalli er betra
að gera sér grein fyrir legu jarðlaga þó enn
sé um talsverða óvissu í túlkun að ræða. Efsti
hluti Kerlingarfjalls (sem sjá má á mynd 21)
er þunnur Iagskiptur stafli af þóleiítbasalt-
hraunum, súrum hraunum og bergi sem
virðist vera tlikruberg. Staflinn hefur verið
rofínn í hyrnu og hallar lögunum í henni um
21° SV, en norðan megin í fjallinu og rétt
vestan við hyrnuna virðast þó koma fram
lárétt þóleiítbasaltlög. Niður til suðvesturs frá
Kerlingarijalli liggurmjög áberandi hryggur.
Eftir honum endilöngum má á yfirborði fínna
brot af flikruberginu sem sést í hyrnunni.
Passar það við strikið og jarðlagahallann að
lagið komi þarna fram og þar sem bergið veðr-
57