Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Blaðsíða 67

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Blaðsíða 67
Berggrunnur Breiðuvíkur öskjubrún sem kortlögð hefur verið af svignun jarðlaga í tindum Víðidalsfjalls og Grenmós í norðaustri, en í Efrisléttum og Herjólfsvík í suðri. Þvennál öskjunnar milli þessara banna er um 10 km. Ti 1 samanburðar er langstærsta íslenska askjan, Torfajökulsaskjan, 18 km löng og 13 km breið (Kristján Sæmundsson, 1982). Þar sem sáhluti öskjubrúnarinnar, sem hér hefur verið getið, lýsir sér með svignun jarðlaga er talið að askjan sé mynduð við sig en ekki brot, þrátt fyrir að nokkur misgengi séu til staðar við ásinn sem jarðlögin bogna um. Lóðrétt færsla um misgengin er mest nokkrir tugir metra og aðeins í einu tilfelli fellur sá sprungubarmur sem innar liggur, miðað við öskjuna. Samkvæmt Walker (1984) er mögulegt að þar sem hringsprungur (sem misgengin gætu verið) fmnist í tengslum við öskjusig, komi þær í kjölfar svignunar. Heildarsig öskjunnar er áætlað um 600 m. Öskjusig verður við að kvikuhólf tæmast örar en fyllist í þau neðan úr möttli jarðar, og við það gefa jarðlögin yfir kvikuhólfínu eftir og síga (Kristján Sæmundsson, 1982). Algengt er talið að öskjur myndist í nokkrum lotum og svignun í hvert sinn haldist í hendur við það kvikumagn sem kemur upp í gosum hverju sinni (Walker, 1984; Kristján Sæmundsson, 1982). Líklegt er að þetta eigi við um Breiðu- víkuröskjuna og að heildarsig hafi ekki átt sér stað í kjölfar eins goss. Askja í Dyngjufjöllum er t.d. ekki talin hafa myndast við einn atburð heldur við endurtekin spmngugos (Kristján Sæmundsson, 1982). Endurris Breiðuvíkur- eldstöðvarinnar virðist ekki hafa átt sér stað að lokinni öskjumynduninni þar sem engin merki eru um að öskjubotninn hafí lyftst á ný að henni lokinni. Kvika sú er fæddi af sér þær myndanir sem era yngri en askjan hefur því ekki valdið því að kvikuhólfið sem yfirbyggingin seig ofan í þendist út með til- heyrandi risi öskjubotnsins. Algengast er, þegar gýs að lokinni öskjumyndun, að gosop sé ýmist staðsett miðlægt innan öskjunnar eða að gosop raði sér í mjög ákveðna beina línu, eða á línulegt svæði, og fylgi þar með ríkjandi spennusviði (Walker, 1984). A þetta vel við hraungúlinn Hvítafjall, sem komið hefur upp í lok öskjumyndunarinnar, og liggur tiltölulega miðlægt innan öskjunnar, auk þess sem súru bergeiningarnar sem mynda Bálksfjallaraðir liggja í stefnu ríkjandi spennusviðs í þessum Iandshluta. Hlutfall súrs og ísúrs bergs sem tilheyrir Breiðuvíkureldstöð er talsvert hærra en áætlað hefur verið fyrir neógenar megineldstöðvar. Walker (1963) áætlar að almennt samanstandi neógenar megineldstöðvar af um 20% súru bergi og líklega um 10% ísúru bergi, til móts við basalt. Áætluð hlutföll innan rannsóknar- svæðisins eru aftur á móti um 35% súrt berg (hraun og flikruberg) og 15% ísúrt berg. Athuga þarf þó í þessu samhengi að svæðið sem kortlagt var, nær ekki yfir allt áhrifasvæði Breiðuvíkureldstöðvar þannig að áætluð hlut- föll eiga ekki við alla eldstöðina. Þau sýna þó að óvenjulega mikið magn ísúrs og súrs bergs fínnst innan Breiðuvíkur. Ljóst er að magn súrra bergmyndana á Víkum er óvenjulegt fyrir Island og einsdæmi íyrirneógenajarðlagastaflann. Einungis virð- ist hægt að bera það saman við þéttleika og magn súrs bergs á Torfajökulsvæðinu. Hvort um er að ræða eina stóra megineldstöð með fímm eldvirknismiðjum eða fímm sjálfstæðar megineldstöðvar (líkt og varpað var fram af Lúðvíki E. Gústafssyni o.fl., 1989) er spurning sem frekari rannsóknir kunna að varpa ljósi á. Séu þetta fimm sjálfstæðar megineldsöðvar er ljóst að þéttleiki þeirra, um ein á hverja 500 km2, fer langt fram úr áætlunum Wal- kers (1963) um að þéttleiki megineldstöðva á neógenu svæðunum sé almennt ein á hverja 1.040 km2 (400 mi2). Basísk og ísúr eldvirkni hefur verið ráð- andi lengst af í sögu Breiðuvíkureldstöðv- arinnar, en súr kvika virðist hins vegar fyrst koma fyrir í einhverju magni undir lok 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.