Fréttablaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 18
Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun n Gunnar Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Björn Víglundsson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, fréttaStjórar: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Og kerfið ræður fyrir vikið. Það setur ekki lögin, en lætur sér fátt um finnast... Rétt eins og umgengni við aðra er okkur mikilvæg er einvera það líka. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is „Enginn maður er eyland,“ orti skáldið John Donne í desember árið 1623. Donne var pró- fastur við St. Paul’s dómkirkjuna í London. Þegar hann veiktist alvarlega af dularfullum sjúkdómi var hann settur í einangrun í pró- fastsbústaðnum vegna smithættu. Donne líkaði einsemdin illa. „Einvera er pynting sem bíður okkar ekki einu sinni í Helvíti,“ sagði Donne, sem orti hina ódauðlegu ljóð- línu þegar hann slapp loks úr prísund sinni. Einvera hefur á sér illt orð. Rannsókn sem gerð var við Háskólann í Virginíu í Bandaríkj- unum sýnir að meirihluti fólks kýs heldur að fá raflost en að eyða tíma eitt með hugsunum sínum. Sameinuðu þjóðirnar skilgreina einangrunarvist sem varir lengur en í fimm- tán daga, sem pyntingu. Í fréttafyrirsögnum um þessar mundir er ítrekað varað við því að í veröldinni geisi „faraldur“ einmanaleika, en tilfinningin sé „jafnskaðleg heilsu og að reykja fimmtán sígarettur á dag“. Samtíminn lítur á einsemd sem mein- semd. En er málið svo einfalt? Helvíti er annað fólk Í síðasta mánuði lá samfélagsmiðillinn Facebook niðri í sjö klukkustundir ásamt samskiptaforritum fyrirtækisins, Messenger og WhatsApp. Sem dyggur snjallsíma- notandi voru fyrstu viðbrögð mín að fara á taugum. Ég náði ekki í neinn. Enginn náði í mig. Ég var sambandslaus, umkomulaus, umvafin þrúgandi þögn. En felmtrið fjaraði fljótt út. Ró færðist yfir. Andrúmsloftið varð allt í einu eins og í gamla daga þegar rafmagnið fór af. Það var ekkert annað að gera en að vera. Það er viðtekin skoðun að við séum félagsverur. Vísindin boða að yfirburðir mannskepnunnar á jörðinni stafi af hæfni hennar til að vinna saman í stórum hópum. Þannig sé samvera hið náttúrulega ástand og samstarf hin æðsta dyggð. Það er ekki aðeins gott að eiga vini heldur flott. Vinátta er ekki eingöngu mæld í gæðum heldur einnig magni; fjölda fagnaðarfunda í dagbókinni, fjölda vina og velgjörðarsmella á Facebook, flóði ljósmynda á Instagram af þér og vinum þínum að drekka kokteil eða klífa fjall. Þegar kórónaveirufaraldurinn skall á var heilu samfélögunum skellt í lás í sóttvarna- skyni og einstaklingar skyldaðir í einangrun. Margir vöruðu við skaðanum sem einveran kynni að valda. Niðurstöður nýrrar rann- sóknar sem gerð var í Bretlandi á afleiðingum aðgerðanna komu hins vegar öllum í opna skjöldu. Samkvæmt þeim fékk meirihluti fólks ánægju út úr einverunni sem hlaust af sóttvarnaaðgerðum. Þátttakendur lýstu auk- inni vellíðan eftir að hafa varið tíma sínum einir með sjálfum sér, frelsistilfinningu og gleði yfir að geta lesið og lært eitthvað nýtt. „Helvíti er annað fólk,“ er haft eftir per- sónu í leikriti franska heimspekingsins Jean- Paul Sartre. Þótt það sé full djúpt í árinni tekið er ljóst að einsleitt viðhorf samtímans í garð samvista við aðra, er ekki á rökum reist. Enska ljóðskáldið William Wordsworth var á öndverðum meiði við kollega sinn Donne. „Ég reikaði aleinn eins og ský,“ orti Wordsworth í óði til einverunnar sem hann kallaði „alsælu“. Listmálarinn Pablo Picasso sagði „enga alvöru iðju vera mögulega“ án einveru. „Skriftir, upp á sitt besta, eru ein- mana tilvera,“ sagði rithöfundurinn Ernest Hemingway. Enginn vill vera einmana; öllum er félags- skapur hollur. Upphafning samtímans á samskiptum byrgir okkur hins vegar sýn. Þegar klingjandi áminningar um vináttu þögnuðu við skyndilegt „straumleysi“ hjá Facebook, blasti við hið augljósa: Það er ekki lengur einvera í einsemdinni. Rétt eins og umgengni við aðra er okkur mikilvæg er einvera það líka. Við bíðum öll eftir að Covid-sóttvörnum linni. En ef vel er að gáð má kannski koma auga á tækifæri í takmörkununum. n Er einsemd meinsemd? jackandjones.is Skyrtur verð frá 7.990 krPeysur verð frá 5.990 kr Alþingi kemur saman á þriðjudag, tæpum tveimur mánuðum eftir kosningar og má ætla að þingmenn hafi haft nægan tíma til að búa sig undir þingstörfin í vetur. Meginhlutverk Alþingis er þríþætt, en það fer með fjárlagavald ríkisins, sinnir ríkri eftirlits- skyldu með stofnunum þess og setur lands- mönnum lög og breytir þeim eftir atvikum. Af þessu mætti ráða að þingmenn hafi meiri völd en gengur og gerist meðal annarra lands- manna. En raunin er önnur, því þótt þeir annist lagasetninguna, láta þeir öðrum eftir að túlka lögin og fylgja þeim eftir. Fyrir vikið er vilji Alþingis oft og tíðum hafður að vettugi, en þingmál sem jafnvel njóta stuðnings allra þjóðkjörinna fulltrúa löggjafar- samkundunnar og verða fyrir vikið að lögum, liggja eftir á skrifborðum framkvæmdavaldsins og undirstofnana þess og leka þaðan ofan í læstar hirslur. Óheyrilegur fjöldi þingmála hefur fengið þennan dóm, en ástæðuna má annað tveggja rekja til ofríkis framkvæmdavaldsins og ein- ræðislegra tilburða innan stofnanakerfisins. Og kerfið ræður fyrir vikið. Það setur ekki lögin, en lætur sér fátt um finnast, svo sem allir þeir þingmenn þekkja sem hafa komið sínum málum í gegnum þingið – í krafti meirihluta þess og vilja velflestra landsmanna, en upplifa svo algert áhugaleysi og fálæti framkvæmda- valdsins þegar að því kemur að fylgja þeim eftir. Gildir hér einu hvaða góði hugur þingmanna býr að baki, hvort heldur þeir hafa lagt ómælda vinnu í þingsályktunartillögu um verulegar umbætur, eða leggja öðrum þingmönnum lið með stuðningi við þaðan af stærri þingmál, því húsið vinnur oftar en ekki, ekki þinghúsið, heldur hitt húsið sem geymir opinbera embætt- ismenn, eina vernduðustu starfsmenn íslensks atvinnulífs, sem ákveða hvort og hvernig lögin virka. Tökum bara eitt dæmi, en árið 1994 sam- þykkti þingheimur lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum sem ýmist voru eða hafa verið á válista eða í bráðri útrýmingarhættu. Þingmenn þessa tíma greiddu frumvarpi þessa efnis atkvæði í góðri trú, einmitt til að stemma stigu við ofveiði. En í krafti túlkana Umhverfisstofnunar og fyrirrennara hennar hafa dýrin verið veidd öll árin í miklum mæli frá því lögin voru sett, ef undan er skilin rjúpan í tvö ár af þessum 27 sem liðin eru. Alþingi setur lög. Samkvæmt vilja meirihlut- ans. En það dugar oft skammt. n Sjálftaka valds Skoðun FréttAblAðið 20. nóvember 2021 LAuGARDAGuR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.