Fréttablaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 12
Um það bil 3.600 ein-
staklingar láta lífið í
umferðinni á hverjum
degi á heimsvísu.
• Gistiheimili, sex fullbúin herbergi
• Veitingasalur ásamt fullbúnu eldhúsi
• Stórt tjaldsvæði og mjög góð grill- og
eldunaraðstaða sem og hreinlætisaðstaða
• Fallegur skógarreitur til útivistar
• Stór hlaða innréttuð sem veisluaðstaða
• Hesthús ásamt beitarhaga
• 88 m2 íbúð fyrir leigutaka á staðnum
Einstakt tækifæri
- Gistiheimili við þjóðveg 1 til leigu
Húnavatnshreppur
hunavatnshreppur.is
Húsnæðið er laust frá og með 1. janúar 2022.
Senda skal umsókn fyrir 6. desember nk.
á netfangið einar@hunavatnshreppur.is.
Nánari upplýsingar:
Einar Krisján Jónsson sveitarstjóri í síma 455 0010
og 842 5800. Áskilinn er réttur til að taka hvaða
umsókn sem er eða hafna öllum.
Félagsheimilið Húnaver ásamt öllu sem því tilheyrir
Samkvæmt nýrri skýrslu um
embætti ríkissaksóknara
Vestur-Þýskalands voru
nasistar enn í meirihluta yfir-
manna árið 1971. Vegna kalda
stríðsins voru gamlir nasistar
gerðir að bandamönnum í
baráttunni gegn kommún-
istum.
kristinnhaukur@frettabladid.is
þýskaland Ný skýrsla um ríkis-
öryggismál Vestur-Þýskalands á
eftirstríðsárunum, sýnir að skráðir
meðlimir Nasistaf lokksins voru
mjög áhrifamiklir í dómskerfinu
fram til ársins 1974. Á þetta einkum
við um fulltrúa ákæruvaldsins.
Skýrslan var samin af sagnfræð-
ingnum Friedrich Kiessling og lög-
spekingnum Christoph Safferling
og telur 600 blaðsíður. Kemur meðal
annars fram að á sjötta áratugnum
voru þrír fjórðu allra yfirmanna hjá
embætti ríkissaksóknara nasistar
og 80 prósent af þeim höfðu starfað
í dómskerfi Adolfs Hitler. Það var
ekki fyrr en árið 1972 sem þeir voru
ekki lengur í meirihluta hjá emb-
ættinu og sá síðasti hætti árið 1992,
tveimur árum eftir sameiningu
Þýskalands.
Fjölmargir af þessum embættis-
mönnum báru ábyrgð á manns-
lífum. En í valdatíð Hitlers var hlut-
leysi dómstóla svo gott sem lagt
niður og tími sýndarréttarhalda tók
við. Þó að mikill meirihluti aftaka
og morða nasistanna hafi verið án
dóms og laga, voru dauðadómar í
dómskerfinu um 40 þúsund talsins.
Einkum með hengingu eða afhöfðun
með fallöxi. Til samanburðar voru
vel innan við 500 tekin af lífi frá alda-
mótunum 1900 til valdatöku nasista.
„Hjá embætti ríkissaksóknara var
ekki skilið við fortíð nasismans,“
segja höfundarnir í skýrslunni.
Skýrslan var gerð að undirlagi sak-
sóknarans Peters Frank árið 2017.
Höfðu skýrsluhöfundar óhindrað-
an aðgang að hundruðum skjala um
starfsmenn, sem læst höfðu verið
niðri á eftirstríðsárunum.
En hver var ástæðan fyrir því
að nasistunum var haldið í emb-
ættum? Jú, á sjötta áratugnum voru
nasistarnir ekki lengur ógn, heldur
kommúnistar. Vestur-Þýskaland
naut stuðnings Bandaríkjanna og
annarra vesturvelda við að uppræta
kommúnisma í landinu.
Þetta var vitaskuld á kostnað þess
að Þjóðverjar gætu gert upp fortíð
sína gagnvart nasismanum og hel-
förinni. Í áratugi var höfðinu stung-
ið í sandinn gagnvart glæpum og
gamlir nasistar þess í stað gerðir að
bandamönnum í baráttunni gagn-
vart kommúnistum.
Embætti ríkissaksóknara er langt
frá því að vera eina stofnunin sem
nasistarnir fengu að leika lausum
hala í. Til dæmis var árið 2016 gerð
skýrsla um dómsmálaráðuneytið,
þar sem kom fram að meira en ára-
tug eftir stríðslok voru 77 prósent
starfsmanna fólk sem skráð var í
Nasistaf lokkinn. Safferling kom
einnig að þeirri skýrslu og komst að
því að hlutfallið jókst á sjötta ára-
tugnum. n
Nasistar áhrifamiklir áratugum eftir stríðslok
Kiessling, Safferling, Margrete Sudhof ráðherra og Peter Frank saksóknari,
við afhjúpun skýrslunnar. Fréttablaðið/Getty
Roland Freisler var alræmdasti
dómari í sýndardómskerfi Hitlers.
Fréttablaðið/Getty
ser@frettabladid.is
samgöngur Alls hafa 1.591 ein-
staklingur látist í umferðinni á
Íslandi frá því fyrsta banaslysið var
skráð hér á landi í ágúst 1915.
Það sem af er árinu 2021 hafa sjö
einstaklingar látið lífið í umferðinni
hérlendis, jafn margir og allt árið
þar á undan, sem er undir meðaltali
síðustu áratuga, en undanfarin tíu
ár hafa að meðaltali tólf manns far-
ist í umferðinni og áratuginn þar á
undan misstu landsmenn að meðal-
tali 20 manns á ári á götum úti.
Á þessum umrædda áratug, frá
2001 til 2010, slösuðust 3.374 alvar-
lega í umferðinni hér á landi, eða
ríflega tíu sinnum fleiri en þeir sem
létust í bílslysum, en samkvæmt
þeim tölum má ætla að frá fyrstu
skráningu umferðarslyss hér á
landi árið 1950, hafi allt að sextán
þúsund manns slasast alvarlega í
umferðinni.
Þetta kemur fram í nýrri saman-
tekt Samgöngustofu í tilefni af
því að á sunnudag er alþjóðlegur
minningar dagur um fórnarlömb
umferðarslysa. Tilgangur hans er
að minnast þeirra sem látist hafa í
umferðinni, leiða hugann að ábyrgð
hvers og eins í umferðinni, en ekki
hvað síst að þakka viðbragðsaðilum
fyrir veitta hjálp og björgun á slys-
stað.
Um það bil 3.600 einstaklingar
láta líf ið og hundruð þúsunda
slasast í umferðinni í heiminum á
hverjum degi, en það svarar til 1,3
milljóna manna á ári.
Í tilefni dagsins leggur Samgöngu-
stofa áherslu á umfjöllun um mikil-
vægi öryggisbelta í umferðinni, en
athygli vekur að Ísland er í sautj-
ánda sæti í Evrópu í bílbeltanotkun.
Allar aðrar Norðurlandaþjóðir eru
ofar Íslandi á þeim lista. Frakkar,
Þjóðverjar og Bretar eru duglegastir
að nota beltin, um 98 prósent íbúa
þar nota þau að staðaldri, en notk-
unin hér á landi er um 92 prósent.
Samkvæmt könnun sem Sam-
göngustofa hefur gert eru nú um 25
þúsund manns sem láta það gerast
að nota ekki öryggisbelti, en sér-
fræðingar stofunnar hafa í því efni
bent á að sá sem notar ekki bílbelti
er í um átta sinnum meiri hættu á að
lenda í banaslysi en sá sem spennir
það á sig. Þeir vitna þar í rannsóknir
sem sýna enn fremur að í lang-
flestum tilfellum hefði viðkomandi
bjargast hefði hann notað beltin.
Táknrænar minningarathafnir
verða haldnar um land allt á morg-
un í samvinnu við Slysavarnafélagið
Landsbjörg og verður f lestum
streymt. Hægt er að nálgast upp-
lýsingar um þær á vefnum minn-
ingardagur.is. n
Sextán hundruð látist
í bílslysum hér á landi
Fyrsta banaslysið tengt bílaumferð hér á landi var skráð árið 1915. Sjö ein-
staklingar hafa látist í bílslysum á þessu ári. Fréttablaðið/anton brink
12 Fréttir 20. nóvember 2021 LAUGARDAGURFréttablaðið