Fréttablaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 38
Af hverju er þá viður- kennt að vera með laxeldi í sjó, vitandi það að þetta er tifandi tíma- sprengja? Konur eru miklu meiri „predatorar“ en við, það er miklu meira frumeðli í konunni en í karlmanninum.Sigurður Héðinn Harðarson, einn fremsti fluguhnýtinga- maður landsins, hefur gefið út þrjár veiðibækur á jafn- mörgum árum og liggur ekki á skoðunum sínum, sérstak- lega þegar kemur að framtíð íslenska laxastofnsins. Sig urður Héðinn, betur þekktur sem Siggi Haugur, opnaði fluguhnýtingaverk- stæði og verslun við Rauð- arárstíg í febrúar í fyrra. Hann er heimsþekktur í bransanum og hnýtti sína fyrstu flugu árið 1999 sem ber nafnið Haugur. Nafnið kom til þar sem flugan var hnýtt úr haug af afgöngum og er viðurnefni hans þaðan komið. Síðan þá hefur Siggi skapað sér sérstöðu sem einn fremsti fluguhnýtingamaður lands- ins og þótt víðar væri leitað. Nú fyrir jólin gaf Siggi út bókina Veiði, von og væntingar, þar sem hann fjallar um veiðitækni, birtir fluguuppskriftir og fjallar um fram- tíð íslenska laxastofnsins. Siggi er borgarbarn en flutti í sveit á áttunda áratugnum sem barn með móður sinni og systkinum. Móðir hans gerðist ráðskona á sveitabæ í Vestur-Húnavatnssýslu og giftist svo bónda þar. Hann segir að frá því að hann renndi fyrst fyrir fisk í Víðidalsá, einni þekktustu laxveiðiá landsins, hafi veiðin átt hug hans allan. „Þá byrjaði bullið,“ segir Siggi. Síðan þá hefur hann starfað sem veiðileiðsögumaður en ein ástæða þess að hann opnaði verkstæðið var að hann vildi sjá Reykjavík í júlí en það hafði hann ekki gert í þrjátíu ár. Hann segir það hins vegar lítið hafa breyst þar sem hann vinni myrkr- anna á milli. „Dætur mínar þekkja ekkert annað.“ Opnaði viku fyrir Covid Hugmyndin að verslunni kviknaði á fluguhnýtingakvöldi í febrúar árið 2019. Þá segist hann hafa áttað sig á að hér væri markaður fyrir slíkan rekstur. „Ég horfði yfir salinn og hugsaði: Þetta er geðveikt tækifæri. Laxeldi í sjó er tímaskekkja Þorvarður Pálsson thorvardur @frettabladid.is Sigurður Héðinn Harðarson, Siggi Haugur, er einn fremsti flugu- hnýtingamaður landsins. Hann gerði fyrstu fluguna sína, Hauginn, árið 1999 og hefur ekki litið til baka síðan. Fréttablaðið/ Valli Ég opnaði viku fyrir Covid og hugs- aði: Hvað er ég nú búinn að koma mér út í? Það fyndna er að Covid hafði engin áhrif og fyrsti mánuður- inn fór fram úr öllum væntingum,“ segir Siggi. Þrátt fyrir að Haugur sé sköpun- arverk Sigga segir hann aðra fram- leiða fluguna í óþökk sinni. „Það er vandamálið sem ég á við að stríða. Það er ekkert launungarmál. Ég á Hauginn. En það eru allir að fram- leiða þetta og selja. Þetta er eins og ég tæki lag eftir Bubba og henti á plötu. Ég held að það yrði hröð leið niður í héraðsdóm. Menn segja að þetta sé bara fluga en í mínum huga er þetta sköpun. Það er frekar fúlt þegar menn taka sér þetta bessa- leyfi.“ Gæði minnka og verð hækkar Siggi segir að í faraldrinum hafi áhugi Íslendinga á stangveiði og f luguhýtingum aukist gríðar- lega, mikil nýliðun sé í sportinu og konum hafi fjölgað. Hann segir verð á veiðileyfum þó vera vanda- mál og koma í veg fyrir að hinn venjulegi Íslendingur geti stundað stangveiði. „Það er eiginlega búið að skáka okkur út af borðinu í lax- veiðinni. Við erum aftur komnir inn á jaðartímana, endann og byrjunina á veiðitímabilinu. Gæðin eru alltaf að minnka en verðið er alltaf að hækka,“ segir hann. „Þetta er rosalega stórt samfélag, miklu stærra en fólk heldur. Þetta eru tugir þúsunda manna, bæði karlar og konur, sem stunda þetta sport sem er í gríðarlegri sókn, sér í lagi silungsveiði.“ Á undanförnum árum hefur nálgun fólks að stang- veiði breyst. „Þetta eru ekki bara einhverjar fyllerísferðir. Fólk er að fara að veiða. Það er til batnaðar.“ Konan kaffiskaði karlinn Þrátt fyrir að f leiri konur stundi nú stangveiði er hún enn nokkuð karllæg. „Ég veit ekki hvaða hindr- un það er sem þarf að brjóta. Það virðist sem það sé skrýtið viðhorf hjá karlkyns veiðimönnum, ef það kemur kona inn: „Hvað ert þú að vilja upp á dekk?“ Konur eru miklu meiri „predatorar“ en við, það er miklu meira frumeðli í konunni en í karlmanninum. Við erum að leika okkur en þær eru að afla sér matar. Þetta er alls ekki meint á neikvæðan hátt. Ég hef verið með hjón þar sem konan hlustaði á allt sem ég sagði og hún kaffiskaði karlinn. Karlinn ætlaði að gera þetta á sinn hátt því hann var „macho“. Ég var með þau í sex daga, hún var með 22 fiska en hann níu eða tíu.“ Laxeldi í sjó galin hugmynd Miklar umræður hafa verið um laxeldi í sjó og áhrif þess á íslenska laxveiðistofninn. Siggi hefur á þessu sterkar skoðanir. „Ég er algjörlega talsmaður þess að við eigum ekki að vera með laxeldi í sjó – Þetta er bara galin hugmynd. Það eru nokkur samtök sem berjast gegn þessu og ég spyr þeirrar áleitnu spurningar: Hvar eru Bændasamtökin? Af hverju heyrist ekkert frá þeim? Það eru 1.850 lög- býli sem hafa tekjur af laxveiði eða stangveiði. Af hverju heyrist ekkert í þeim? Er þetta eitthvað sem þeir þora ekki að taka á?“ Siggi segist alltaf spyrja á veit- ingastöðum hvaðan laxinn, sem þar sé í boði, sé fenginn og panta sér aldrei slíkt ef fiskurinn er úr sjó- eldi. Eldisfyrirtækin þurfi að átta sig á að valdið sé neytenda og þeir séu margir hverjir reiðubúnir að borga hærra verð fyrir fisk sem alinn er á landi. „Tíðarandinn hefur breyst, það hefur allt breyst, það er allt að breyt- ast og það er eðli þróunarinnar. Það koma nýjar hugmyndir, nýjar áherslur. Þess vegna er laxeldi í sjó tímaskekkja að mínu viti. Ég veit vel að það er miklu ódýrara fyrir fyrir- tækin að vera með eldi í sjó. Ætlarðu að stúta einni atvinnugrein fyrir aðra? Kannski er laxeldið verðmæt- ari atvinnugrein en stangveiði. Þá verðum við að hugsa til þess: Hver er fórnarkostnaðurinn? Hvað gerist ef eitthvað fer úrskeiðis?“ Huga þarf að öðru en hagnaði „Við getum leyst stóran hluta af loftslagsvánni með því að setja kjarnorkuver um alla Evrópu. Kjarnorka er ódýrasta og hreinasta orka sem þú færð en ef eitthvað gerist, þá erum við „fucked up“. Þetta er það nákvæmlega sama, ef þú setur þetta allt í samhengi þá er þetta allt svo bilað. Það er ekkert viðurkennt að opna kjarnorkuver í gegnum alla Evrópu og fram- leiða þannig ódýrustu orku sem til er, út af hættunni. Af hverju er þá viðurkennt að vera með laxeldi í sjó, vitandi það að þetta er tifandi tímasprengja? Við höfum dæmi frá Noregi, frá Skotlandi, frá Síle, fullt af þessum dæmum. Það er ekkert sem breytir hegðun fyrirtækja, þau eru peningadrifin – ekkert annað. Þau keyra áfram á hagnaði og gera allt til að auka arðsemi. Það er tímaskekkja.“ Ísland er Mekka stangveiðinnar Hann segir mikið undir og að tryggja þurfi að Ísland haldi sér- stöðu sinni sem stangveiðiáfang- astaður á heimsmælikvarða. „Ísland er Mekka stangveiðinnar. Það er bara þannig. Við höfum allt sem við þurfum að hafa. Af hverju getur ekki verið sátt um að við verndum þessa atvinnustarfsemi, hugsum um hana? Af hverju getum við ekki fengið heildræna mynd á þetta og ákveðið að laxeldi í sjó á Íslandi sé bannað? Alveg eins og það er bannað að vera með netaveiði í sjó nálægt laxveiðiám. Hver er mun- urinn?“ spyr Siggi. „Við megum ekki drepa lax í sjó. Ef við ætlum að fara alveg eftir strangri túlkun laganna, þá væri tæknilega hægt að segja að laxeldi í sjó sé ólöglegt af því að þú drepur laxinn í sjónum. Þetta er bara svona fílósófía. Það breytist ekki öðruvísi en að lagaramminn breytist. Ég veit vel, alveg sama hvaða stjórnmála- flokkur það er, að hann fer ekki inn í Norðvesturkjördæmi með slag- orðið: „Segjum nei við laxeldi í sjó.“ Það væri pólitískt sjálfsmorð. Þú þarft ekki að vera rosalega skarpur til að sjá það. Pressan þarf að koma annars staðar frá. Það átti að drjúpa smjör af hverju strái út af laxeldi en svo koma sláturskip frá Noregi, slátra fiskinum og sigla í burtu, þurfa ekki að borga hafnargjöld, þurfa ekki að gera neitt,“ segir hann að lokum. n 38 Helgin 20. nóvember 2021 LAUGARDAGURFréttabLaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.